Miðvikudaginn 16. október síðastliðin var haldið stefnumót fyrirtækja og fræðasamfélags í Veröld – húsi Vigdísar undir fyrirsögninni Er íslenskan góður „bisness“?
Vægi tungumálsins eykst stöðugt innan upplýsingatækni, í samskiptum manna við tölvur og snjalltæki. Í máltækni er unnið með tölvutækni og tungumál að því að þróa kerfi sem geta skilið og talað náttúruleg tungumál. Þannig er stuðlað að notkun talmáls í samskiptum manns og tölvu.
Á heimasíðu Háskólans í Reykjavík er hægt að lesa nánar um þessa ráðstefnum og skoða dagskrá hennar. Hægt er að horfa á ráðstefnuna á netinu í heild sinni og er þarna ýmislegt fróðlegt að finna. Áhugamenn um máltækni ættu að skoða þetta nánar.