Björgunarafrekið
við Látrabjarg, styrkt af TM, og íslenska teiknimyndin Þór – Hetjur Valhalla
Í janúar mánuði síðastliðnum stóð Blindrafélagið fyrir námskeiði ísjónlýsingum (audio description) þar sem fyrstu íslendingarnir fengu þjálfun í sjónlýsingum. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Joel Snyder frá Bandaríkjunum, en hann er frumkvöðull á þessu svið og hefur stundað sjónlýsingar kennt þær í um 30 ár. Helgina 21 – 22 apríl mun verða tvær sýningar þar sem í fyrsta skiptið á Íslandi verður boðið upp á sjónlýsingar á opinberum sýningum. Um er að ræða ljósmyndasýningu Þjóðminjasafn Íslands um björgunarafrekið mikla við Látrabjarg 1947 og sérstaka sýningu íslensku teiknimyndarinnar Þór – Hetjur Valhalla.
Björgunarafrekið við Látrabjarg
TM styrkir fyrstu sjónlýsingu ljósmyndasýningar á Íslandi
Ljósmyndasýning Þjóðminjasafns Íslands um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 mun verða fyrsta ljósmyndasýningin á Íslandi þar sem boðið verður upp á sjónlýsingar fyrir blinda. Öllum myndum sýningarinnar mun verða líst þannig að þeir sem ekki sjá eigi þess kost að gera sér grein fyrir efni myndanna. Þjóðminjasafnið er þátttakandi í listahátíðinni "List án landamæra." Ljósmyndasýningin verður opnuð laugardaginn 21 apríl. Ljósmyndasýningin verður opnuð laugardaginn 21 apríl.
Sýningin samanstendur af ljósmyndum Óskars Gíslasonar (1901-1990) sem hann tók við töku heimildarmyndar sinnar um Björgunarafrekið við Látrabjarg.
Breski togarinn Dhoon strandaði við Látrabjarg í desember 1947. Heimamönnum á Látrum og í nágrenni tókst að bjarga skipbrotsmönnum við ótrúlega erfiðar aðstæður og hefur sjaldan verið unnið annað eins björgunarafrek. Ári eftir björgunina eða 1948 var gerð heimildakvikmynd um björgunarafrekið. Á meðan á kvikmyndatökunni stóð strandaði annar breskur togari, Sargon undir Hafnarmúla við Örlygshöfn. Björgunarmönnum tókst að bjarga nokkrum úr áhöfninni. Óskar Gíslason kvikmyndaði björgun skipbrotsmannanna af Sargon. Þannig varð kvikmynd Óskars raunveruleg hvað snertir sjálfa björgunina úr skipinu, en ekki sviðsetning.
Aðalstyrktaraðili þessa verkefnis erTryggingamiðstöðin (TM).
Þór - Hetjur Valhalla
Sunnudaginn 22 apríl verður þrjúbíó þar sem íslenska teiknimyndin Þór – Hetjur Valhalla verður sýnd með sjónlýsingu í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Verkefnið hefur fengið nafnið Blint bíó og verður frítt inn. Miðar verða afhentir í Bíó Paradís frá 19 apríl. Blint bíó er samstarfsverkefni Listar án landamæra, Blindrafélagsins og Bíó Paradísar.
Hetjur Valhalla er fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd. Ævintýra- og hasarteiknimynd byggð á sögu Friðriks Erlingssonar í leikstjórn Óskars Jónassonar ásamt Toby Genkel og Gunnari Karlssyni. Teiknuð af Caoz.
Hvað er sjónlýsing
Sjónlýsingar eru aðferð til að færa sjónrænar upplifanir yfir í orð og gera þannig þeim sem ekki sjá kost á að heyra vel orðaða lýsingu á sjónrænni upplifun. Sjónlýsingar eru gjarnan notað á ljósmynda- og listasýningum, leikhúsum, í sjónvarps- og kvikmyndum og við fjölda annarra tækifæra.