Túlkun kvikmynda fyrir blinda.

Nú eru hafnar tilraunir með það að hafa talrás með lýsingu mynda í kvikmyndahúsum á Englandi. Fréttina um þetta er að finna á vef dönsku blindrasamtakanna og er því spáð að innan tíðar verði danska sjónvarpið með slíka túlkun.

Sá blindi eða sjónskerti fær auka hljóðrás með lýsingu á því sem fer fram á tjaldinu eða skjánum ef um sjónvarp er að ræða.

Það eru endalausir möguleikar til að gera blindum kleift að lifa sama lífi og sjáandi.