Blindrafélagið hefur með aðstoð stuðningsaðila selt Daisyspilara til félagsmanna og hefur salan gengið framar öllum vonum. Óhætt er að segja að félagsmenn hafi tekið þeim vel.
Aðeins 5 spilarar eru óseldir og ekki hefur ennþá verið tekin ákvörðun um hvort fleiri verði boðnir á næstunni á þessu lága verði, þ.e. 7.900 kr. stk.
Til að svo megi verða þurfa styrkir að fást til að halda áfram að selja spilarana á þessu verði en þeir myndu kosta um 40 þúsund krónur ef fullt verð væri greitt fyrir þá.
Á þessu ári er búið að selja 150 félagsmönnum Daisyspilara.
Daisyspilarar eru svipaðir og CD spilarar. Þeir taka geisladiska, bæði venjulega og diska með pökkuðu efni (mp3). Skrár á daisyformi eru pakkaðar og eru settar þannig upp að notandinn getur farið á einstakar blaðsíður, jafnvel setningar. Þá man spilarinn hvar var hætt seinast þegar kveikt er á spilaranum. Þá er hægt að setja bókamerki sem tækið man og getur farið á þegar þess er óskað. Pökkukn skránna er það mikið á bók sem var á 12 geisladiskum kemst á einn ef hún er pökkuð.