Styrkir til fagfólks

sem vinnur að málefnum blindra og sjónskertra til þátttöku á ráðstefnum, sýningum og námsskeiðum erlendis á árinu 2010

Blindrafélagið og Blindravinafélag Íslands ákváðu árið 2009 að leggja sameiginlega allt að kr 2.000.000 í styrki sem ætlaðir eru fagfólki sem vinnur að málefnum blindra og sjónskertra til þátttöku í ráðstefnum, námsstefnum, námskeiðum og sýningum erlendis, enda sé ekki í boði full greiðsla fyrir þátttökuna úr hendi vinnuveitanda.

Á síðasta ári voru veittir styrkir að upphæð kr. 1.260.000.

Þar af leiðandi verða kr. 740.000 til úthlutunar á þessu ári. Styrkirnir skulu veittir af stjórnum félaganna eða fulltrúum þeirra og í samræmi við eftirfarandi úthlutunarreglur:

 1.     Allt fagfólk sem hefur atvinnu af málefnum tengdum blindum og sjónskertum getur sótt um umrædda styrki.

 2.     Í umsókninni skulu vera upplýsingar um ferða- og dvalarkostnað, þátttökugjöld, hvaða viðburð sé um að ræða, hvar hann er haldinn og hvenær, einnig hversu langan tíma hann mun taka.

 3.     Gerð skal glögg grein fyrir tilgangi viðburðarins og að hvaða leiti umsækjandi telur þátttökuna muni efla sína faglegu þekkingu.

 4.     Eingöngu verða veittir styrkir til þátttöku í faglegum viðburðum sem haldnir verða á tímabilinu mars – desember 2010.

5.     Stjórnir félaganna, eða fulltrúar þeirra, skulu ákveða upphæð hvers styrks, að hámarki kr 150.000. Ef heildarupphæð samþykktra styrkja er hærri en ráðstöfunarféð sem í boði er, verður hámarksupphæð styrkja lækkuð þar til heildarupphæð allra styrkja rúmast innan ráðstöfunarfjárins (kr. 740.000).

6.     Samþykktur styrkur verður greiddur út þegar umsækjandi leggur fram fullnægjandi  reikninga fyrir ferðinni eða gerir grein fyrir kostnaðinum á annan sannanlegan hátt.

7.     Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjórna félaganna að lokinni ferð þar sem gerð verður grein fyrir gagnsemi hins faglega viðburðar fyrir styrkþegann. Sé þess óskað, mun styrkþegi koma á fund hjá styrktaraðilum og segja þar frá ferðinni.

8.     Umsóknarfrestur vegna styrkja fyrir árið 2010 er til 28. febrúar  n.k. og skal þeim skilað til framkvæmdastjóra Blindrafélagsins, á netfangið: olafurh@blind.is  Nánari upplýsingar eru veittar í síma 525 0003.

9.     Stjórnum félaganna, eða fulltrúum þeirra, er heimilt að hafna styrkumsóknum án sérstaks rökstuðnings.