Stefnumót miðvikudaginn 25. maí kl. 16:30.

Stefnumótið verður haldið í fundarsalnum í Hamrahlíð 17.


Stjórn mun nýta skilaboð fundarins til að ákveða næstu skref varðandi endurskoðun á lögum, siðareglum og verklagsferlum, hvernig það verði unnið og hverjir eigi að koma að því.  Það skiptir okkur öll máli að vel takist til. Þess vegna hvetjum við félagsmenn til að taka þátt og leggja orð í belg.

Boðið verður upp á kjötsúpu í lokin og er áætlað að mótið standi til kl. 20:15 með hléum.

Til að auðvelda skipulagningu s.s. uppröðun borða og til að undirbúa veitingar eru félagsmenn beðnir um að skrá þátttöku í afgreiðslunni í síma 525 0000 eða með tölvupósti á netfangið afgreidsla@blind.is, í síðasta lagi fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 24. maí.

Stjórn Blindrafélagsins.