Stuðningur til sjálfstæðis úthlutar styrkjum

Samkvæmt úthlutunarreglum Stuðnings til sjálfstæðis, styrktarsjóðs Blindrafélagsins og Blindravinafélags Íslands þá er styrkjum úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti.
Stjórn styrktarsjóðsins Stuðningur til sjálfstæðis hefur fjallað um styrktarumsóknir sem bárust fyrir tilskyldan frest, sem var 1. apríl.

Alls bárust 21 umsókn uppá  6,4 milljónir króna.  Eftirfarandi umsóknir voru samþykktar:

A - flokkur. Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.

  • Halldóra F. Þorvaldsdóttir vegna heimsóknar til SPMS í Svíþjóð, allt að 150.000 kr.
  • Hrefna Höskuldsdóttir, vegna heimsóknar til SPMS í Svíþjóð, allt að 150.000 kr.

 Samtals úthlutað í A flokki allt að 300.000 kr.

B - Flokkur. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.

  • Gunnar Heiðar Bjarnason, vegna kostnaðar við að sækja tíma hjá hnykkjara, 50.0000 kr.
  • Hjörtur Már Ingvarsson, vegna þátttöku í sundmóti erlendis, 100.000 kr.
  • Íþróttasamband fatlaðra, vegna kostnaðar við aðstoðarmann Patreks A. Axelssonar á frjálsíþróttamótum erlendis á árinu 2015 og 2016, 300.000 kr.
  • María Hauksdóttir, vegna þátttöku í gönguskíðaferð í Finnlandi, 148.000 kr.
  • Patrekur Andrés Axelsson, vegna kostnaðar við þátttöku í frjálsíþróttamótum erlendis, 300.000 kr.
  • Sandra Dögg Guðmundsdóttir, vegna skólagjald í Lýðháskól í Danmörku til undirbúnings fyrir frekara nám, 600.000 kr.
  • Svavar Guðmundsson, vegna læknisferðar til Kaliforníu, 500.000 kr.

 Samtals úthlutað í B-flokki: 2.000.000 kr.

 C - flokkur. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.

  •  Elsa Smith: 50.000 kr.
  • Fríða Eyrún Sæmundsdóttir:  50.000 kr.
  • Jón Helgi Gíslason: 50.000 kr.
  • Muner Burhan Zeravan: 50.000 kr.    
  • Ragnar R Magnússon: 50.000 kr.
  • Þormar Helgi Ingimarsson; 50.000 kr.

Samtals úthlutað í C - flokki: 600.000 k

D - flokkur. Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdrátta.

  • Friðrik Steinn Friðriksson, til að hanna borðspili fyrir blind börn 100.000 krónur.
  • Kristinn Halldór Einarsson, vegna þátttöku í vitundaverkefni fyrir blinda, sjónskerta og fólk sem samþætta sjón og heyrnarskerðingu, sem felst í 120 km göngu í Ítölsku Ölpunum á 6 dögum. Gengin er gamall rómverskur vegur á milli Bolognia og Flórens á Ítalíu í maí 2016. 250.000 kr.

Samtals úthlutað í D - flokki: 350.000 krónur.

Heildarúthlutun er uppá rétt tæpar 3 milljónir króna.