Á aðalfundi Blindrafélagsins, sem haldinn var 19. mars, kusu félagsmenn sér nýjan formann til næstu tveggja ára. Alls voru greidd 197 atkvæði þar af voru 143 atkvæði, greidd utankjörfundar og 54 á kjörstað, atkvæði féllu þannig:
Bergvin Oddsson - 50 atkvæði eða 26% (á kjörstað: 16 - utankjörstaðar 34.
Sigurður G. Tómasson - 21 atkvæði, 11% (á kjörstað: 5 - utankjörfundar 16
Sigþór U. Hallfreðsson - 117 atkvæði 60% (á kjörstað: 30 – utankjörstaðar: 87
Svavar Guðmundsson - 2 atkvæði 1% bæði á kjörstað.
Auðir seðlar 4 (2%) og ógildir seðlar 3.
Sigþór er því réttkjörinn formaður Blindrafélagsins til næstu tveggja ára.
Í kosningu tveggja aðalmenn og tveggja varamanna í stjórn félagsins til tveggja ára féllu atkvæði þannig:
Halldór Sævar Guðbergsson, 138 atkvæði, á kjörstað: 35, utankjörstaðar: 103.
Sigríður Hlín Jónsdóttir, 107 atkvæði, á kjörstað: 25 utankjörstaðar: 82,
Lilja Sveinsdóttir, 78 atkvæði, á kjörstað: 15, utankjörstaðar: 63,
Elínborg Lárusdóttir, 62 atkvæði, á kjörstað: 15, utankjörstaðar: 47,
Rósa Ragnarsdóttir, 57 atkvæði, á kjörstað 12, utan kjörfundar 45.
Ólafur Haraldsson, 52 atkvæði, á kjörstað: 13, utankjörstaðar: 39,
Guðmundur Rafn Bjarnason, 40 atkvæði, á kjörstað:14, utankjörstaðar: 26,
Bergvin Oddsson, 38 atkvæði, á kjörstað: 9, utankjörstaðar: 29,
Haraldur Matthíasson, 31 atkvæði, á kjörstað: 11, utankjörstaðar: 20,
Þórarinn Þórhallsson, 31 atkvæði, á kjörstað 9, utankjörfundar 22.
Friðgeir Jóhannessn, 26 atkvæði, á kjörstað: 7 utankjörstaðar: 19,
Svavar Guðmundsson, 10 atkvæði, á kjörstað: 2, utankjörstaðar: 8,
Halldór Sævar og Sigríður Hlín eru því réttkjörnir aðalmenn í stjórn Blindrafélagsins til tveggja ára og Lilja og Elínborg náðu kjöri sem varamenn í stjórn til tveggja ára. .
Á fundinum var eftirfarandi ályktuartillaga, borin fram af fráfarandi stjórn samþykkt.
"Aðalfundur Blindrafélagsins, haldinn þann 19. mars 2016, felur stjórn félagsins að hefja vinnu við að endurskoða og móta lög, siðareglur og verklagsferla fyrir starfsemi Blindrafélagsins.
a) Endurskoða lög félagsins með það að markmiði að færa lögin betur að starfsemi félagsins, gera lögin skýrari og færa inn í þau venjur, hefðir og óskráðar reglur sem breið samstaða er um. Tillögur að nýjum lögum Blindrafélagsins skulu lagðar fyrir aðalfund félagsins 2017.
b) Að gera tillögu að siðareglum Blindrafélagsins. Siðareglurnar skulu byggja á gildum Blindrafélagsins og meðal annars fjalla um ábyrgð allra þeirra sem starfa á vettvangi félagsins og samskipti bæði inná og útá við.
Tillaga að nýjum siðareglum fái umfjöllun og staðfestingu félagsfundar Blindrafélagsins.
c) Að setja niður verklagsferla fyrir starfsemi félagsins. Þar með talið fyrir stjórn félagsins, deildir, nefndir og skrifstofu.
Við þessa vinnu verði lögð á það rík áhersla að kalla fram sjónarmið félagsmanna og starfsmanna og leita ráðgjafar fagfólks eftir því sem við á.
Rökstuðningur:
Blindrafélagið fagnaði nýverið 75 ára afmæli sínu. Félagið er öflugt hagsmunaafl sem ítrekað hefur skipt sköpum þegar kemur að því að tryggja blindum og sjónskertum öryggi og jafnrétti. Félagið er mannréttindafélag og hefur gengið vel að kynna og efla mannréttindi félagsmanna sinna.
Blindrafélagið hefur yfir 660 aðalfélaga og er það mikil fjölgun frá því sem var þegar félagið var stofnað og starfið mótað. Umhverfið hefur einnig breyst töluvert frá stofnun félagsins. Alþjóðavæðing, upplýsingaaðgengi og ríkari kröfur almennings um innsæi í málefni þeirra félaga sem þau styrkja hafa komið til.
Undanfarið misseri hefur reynt á lög og venjur félagsins. Starf Sannleiksnefndarinnar leiddi ennfremur í ljós að mikið vantar upp á þegar kemur að verkferlum og starfsháttum félagsins.
Þess vegna leggur stjórn til þessa ályktun fyrir aðalfund 2016.
Það er sannfæring stjórnar að með breiðri þátttöku félagsmanna í þessu starfi verði það skemmtilegt og árangursríkt. Hægt verði að ná góðri samvinnu og sátt um lög, siðareglur og verkferla félagins. Blindrafélagið er til fyrir blinda og sjónskerta og við viljum virkja alla félagsmenn til góðra starfa. Félagsmenn okkar búa yfir rödd og reynslu sem þarf að heyrast í, hvort sem það er innan félagsins eða utan. Í stað þess að einbeita okkur að því sem er ábótavant er lykilatriði að sjá tækifærin í stöðunni. Tækifæri til þess að gera gott félag enn betra.