Sjóðnum blind börn á Íslandi barst góð gjöf á jólaskemmtuninni

Þó að veðrið væri ekki með besta móti mætti góður hópur krakka til að föndra saman og skemmta sér. Börnin föndruðu jólatré og músastiga, skreyttu mandarínur með negulnöglum , máluðu píparkökur með glassúr og bjuggu til litla engla úr pappír. Loksins birtist gestur í rauðum klæðum með sítt hvítt skegg og heyrðust hurðaskellirnir langar leiðir.  

Börnin þyrpast í kringum jólasveinn.

Jólasveinninn  var þó ekki sá eini sem kom færandi hendi á skemmtunina. Hjónin Garðar Garðarsson og Guðleif Hallgrímsdóttir færðu Sjóðnum blind börn á Íslandi veglega peningagjöf til minningar um son sinn Sindra Dag sem lést í júní 2011. Formaður sjóðsins Sigþór U. Hallfreðsson tók á móti gjöfinni og þakkaði innilega fyrir hana.

Sigþór U. Hallfreðsson tekur við gjöfinni frá Garðari Garðarssyni og Guðleifu Hallgrímsdóttur.