Rausnarleg gjöf til Blindrafélagsins

Minningargjöfin er að upphæð ein milljón króna.

Vigfúsína, sem er 86 ára gömul, er ættuð frá Hellissandi en býr nú í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Seljahlíð í Reykjavík. Hún hefur verið félagsmaður í Blindrafélaginu undanfarin ár en hún á við kölkun í augnbotnum að stríða.

Eins og áður sagði er gjöfin gefin til minningar um móður Vigfúsínu, Sveindísi Ingigerði Hansdóttur (1897 – 1982) frá Einarslóni á Snæfellsnesi og systur, Guðrúnu Rut Danelíusdóttur (1931 – 2006) frá Hellissandi. Þær mæðgur stríddu báðar við kölkun og blæðingar í augnbotnum á efri árum.

 

Vigfúsína er mjög þakklát fyrir þá þjónustu sem hún hefur notið hjá Blindrafélaginu og nefnir sérstaklega ferðaþjónustuna og Valdar greinar sem hún hlustar reglulega á.

 

Við þökkum Vigfúsínu fyrir þessa höfðinglegu gjöf.