Rauða fjöðrin til styrktar talþjónaverkefni Blindrafélagsins

Á landsþingi Lions samtakann sem haldið var í Mosfellsbæ 14 - 16 maí síðastliðnum var samþykkt tillaga þess efnis að andvirði af sölu næstu Rauðu fjaðrar skyldi renna til stuðnings talþjónaverkefni Blindrafélagsins. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Formaður Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson, flutti ávarp við setningu þingsins og fór þá meðal annars yfir mikilvægi talþjónaverkefnisins og hversu miklu vandaður íslenskur talþjónn gæti breytt til batnaðar varðandi  lífsgæði fjölmargra blindra og sjónskertra einstaklinga.