Óskað er eftir tilnefningum

 

Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um gott aðgengi fatlaðs fólks í Reykjavík.

Aðgengisviðurkenning 2017

Frestur til að skila tilnefningum er til 3. mars og sendist þær ásamt rökstuðningi á netfangið mannrettindi@reykjavik.is

Borgarstjóri afhendir verðlaunin 10. mars á málþingi sem haldið er í tengslum við alþjóðlegan dag aðgengis fyrir alla. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á því sem vel er gert í aðgengismálum og stuðlar að því að fólk hafi jafnt aðgengi að samfélaginu óháð fjölbreyttum aðgengisþörfum.