Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum mun taka gildi þann 4. maí 2013 en Alþingi samþykkti breytingar á lögum um sjúkratryggingar og lyfjalögum þann 1. júní síðastliðinn. Meginmarkmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.
Núgildandi kerfi
Það sem einkennir núgildandi kerfi er að kostnaður þeirra sem þurfa á mörgum og dýrum lyfjum að halda, eða nota lyf að staðaldri, getur orðið mjög hár vegna þess að ekki er um neitt hámark á lyfjakostnaði einstaklinga að ræða. Þá er greiðsluþátttaka mismikil eftir lyfjaflokkum sem skapar mismunun milli einstaklinga.
Nýja kerfið
Með nýja kerfinu mun jafnræði einstaklinga aukast við kaup á lyfjum, kerfið verður einfaldara og þeir sem mest þurfa á lyfjum að halda munu greiða minna en áður. Kerfið byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Öll lyf sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í að greiða verða felld inn í þessi greiðsluþrep og þannig verður stuðlað að jafnræði milli einstaklinga.
Tólf mánaða greiðslutímabilið hefst við fyrstu lyfjakaup einstaklingsins. Sem dæmi má nefna að ef einstaklingur kaupir lyf í fyrsta sinn 15. maí 2013 þá lýkur tímabilinu 15. maí 2014. Nýtt tímabil hefst þegar viðkomandi kaupir lyf í fyrsta sinn eftir að framangreindu tímabili lýkur.
Hvað greiðir maður fyrir lyf þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tekur gildi?
Þrep | Heildarlyfjakostnaður á 12 mánaða tímabili | Greiðsluhlutfall |
Almennt | Ungmenni / lífeyrisþegar * | Einstaklingar | Sjúkratryggingar |
1 |
0–24.075 kr |
0 –16.050 kr. |
100% |
0% |
2 |
24.076 kr – 96.300 kr |
16.051 kr – 64.200 kr |
15% |
85% |
3 |
96.301 kr – 556.400 kr |
64.201 kr – 395.900 kr |
7,5% |
92,5% |
4 |
Umfram 556.400 kr |
Umfram 395.900 kr. |
0% |
100% ** |
* Elli- og örkorkulífeyrisþegar og börn og ungmenni yngri en 22. ára.
** SÍ greiða lyf að fullu skv. skilyrðum og umsókn frá lækni. Annars greiðir einstaklingur 7,5%. Skilyrði verða kynnt síðar.
Dæmi um greiðslur fyrir lyf - Eva og Jón
Eva greiðir almennt verð fyrir lyf
Dags. lyfjakaupa | Heildarverð | Eva greiðir | Skýringar |
15. maí. 2013 |
19.000 kr |
19.000 kr |
Greiðslutímabil hefst - Eva greiðir 100% samkvæmt þrepi 1. |
3. júní 2013 |
21.000 kr |
7.464 kr |
Eva greiðir 15% fyrir mestan hluta upphæðar samkvæmt þrepi 2. |
20. júl. 2013 |
53.000 kr |
7.950 kr |
Eva greiðir 15% samkvæmt þrepi 2. |
12. nóv. 2013 |
27.000 kr |
2.273 kr |
Eva greiðir 7,5% fyrir mestan hluta upphæðar samkvæmt þrepi 3. |
25. feb. 2014 |
21.000 kr |
1.575 kr |
Eva greiðir 7,5% samkvæmt þrepi 3. |
Alls á tímabili: |
141.000 kr |
38.262 kr |
|
15. maí. 2014 |
21.000 kr |
21.000 kr |
Nýtt timabil hefst - Eva greiðir 100% samkvæmt þrepi 1. |
Jón er eitt af eftirfarandi og greiðir minna fyrir lyf, örorkulífeyrisþegi, ellilífeyrisþegi, barn eða ungmenni 18 - 22. ára.
Dags. lyfjakaupa | Heildarverð | Jón greiðir | Skýringar |
15. maí. 2013 |
19.000 kr |
16.493 kr |
Greiðslutímabil hefst - Jón greiðir 100% upp í þak á þrepi 1 og hluta greiðir hann 15% samkvæmt þrepi 2. |
3. júní 2013 |
21.000 kr |
3.150 kr |
Jón greiðir 15% samkvæmt þrepi 2. |
20. júl. 2013 |
53.000 kr |
5.790 kr |
Jón greiðir upp í þak á þrepi 2 og hluta greiðir hann 7,5% samkvæmt þrepi 3. |
12. nóv. 2013 |
27.000 kr |
2.025 kr |
Jón greiðir 7,5% samkvæmt þrepi 3. |
25. feb. 2014 |
21.000 kr |
1.575 kr |
Jón greiðir 7,5% samkvæmt þrepi 3. |
Alls á tímabili: |
141.000 kr |
29.033 kr |
|
15. maí. 2014 |
21.000 kr |
16.793 kr |
Nýtt greiðslutímabil hefst - Jón greiðir 100% upp í þak á þrepi 1 og hluta greiðir hann 15% samkvæmt þrepi 2. |
Nánari upplýsingar
Lyfjadeild SÍ veitir upplýsingar í gegnum netfangið lyfjadeild@sjukra.is. Nánari kynning á nýja greiðsluþátttökukerfinu er væntanleg.
Athugið að SÍ gera fyrirvara á ofangreindum upplýsingum þar sem þær byggja á drögum að reglugerð.