Í maí 2019 uppfærslunni af Windows 10 er að finna nokkra nýja valmöguleika sem geta aðstoðað sjónskerta betur við að nota tölvuna.
Þú getur nú stækkað textann í stýrikerfinu með því að fara í Start, Stillingar, Aðgengi, Skjár (á ensku: Start, Settings, Ease of access, Display, Make text bigger). Þú get líka valið í fellivalmyndinni fyrir neðan að gera allt stærra í Windows. Þessi stækkun er fyrir allt stýrikerfið og mun Magnifier samt halda áfram að virka líka, þó þú stillir Windows í t.d. 150% kvörðun.
Þú getur nú aðlaga birtustigið með því að fara í Action center í verktækjaslánni neðst á skjánum og stillt það til þar. Þetta held ég að virki aðeins á fartölvum.
Nú er líka hægt að velja á milli ljósra og dökkra litastillinga í stýrikerfinu með að fara í Start, Stillingar, Sérsnið, Litir (á ensku: Start, Settings, Personalization, Colors).
Hægt er að nota litasíur til að hjálpa við litblindu eða fyrir þá sem eru næmir fyrir ljósum litum. Opnaðu Start, Stillingar, Aðgengi, Litasíur (á ensku: Start, Settings, Ease of Access, Color Filters) og sjáðu hvort þessar stillingar geti hjálpað þér eitthvað.
Og nú loksins er hægt að breyta almennilega um stærð og lit á músabendlinum til að sjá hann betur. Hægt er að breyta stillingum fyrir músina með að opna Start, Stillingar, Aðgengi, Bendill (á ensku: Start, Settings, Ease of Access, Cursor & pointer).
Vonandi hjálpa þessi ráð eitthvað til.