NVDA stendur fyrir NonVisual Desktop Access og er skjálestrarforrit fyrir Windows stýrikerfið. Forritið er ókeypis en hægt er að styrkja útgáfu forritsins með frjálsum fjárframlögum til að aðstoða við áframhald á þróun og viðhaldi forritsins.
Í NVDA er valið svokallaðan NVDA breytilykil. Helsti breytilykilinn er Insert hnappurinn en í NVDA er hægt að nota Caps Lock lykilinn sem NVDA breytilykil fyrir flýtileiðir. Í listanum hér að neðan eru skipanir birtar með NVDA sem lyklaborðs hnappinn sem NVDA breytilykillinn. Í þeim tilfellum notar þú þann hnapp á lyklaborðinu sem þú hefur valið sem breytilykil í NVDA.
Á þessari síðu er hægt að finna ýmsar lyklaborðsskipanir og lausnir fyrir ýmis vandamál fyrir notkun á NVDA.
Þegar NVDA er uppsett á tölvunni breytist virkni lyklaborðsins þannig að hægt sé að fara um skjáinn og framkvæma lestur á tilteknum atriðum með skipunum. Það er hægt að lesa upplýsingar í viðmóti, heiti reita og takka, lengri texta og hlusta á eigin innslátt hvort sem það eru stakir stafir, orð eða heilar setningar. Til þess að stjórna lestri eru notaðar skipanir sem notast við NVDA takkann og t.d. örvalykla eða F-lykla,. Tab, Control, Alt og stakir starfir eru einnig notaðir í samsetningum. Það er gott að huga að hönnun lyklaborðs við val á tölvu og merkja þá takka sem eru mest notaðir á meðan notandi er að læra á forritið.
NVDA hugbúnaðinn er hægt að ná í á heimasíðu NVAccess.
Helstu skipanir fyrir NVDA.
Undirstöðuatriðin.
Efni
|
Aðgerð
|
Lyklaborðsskipanir
|
Af/á:
|
Kveikja á NVDA
|
Control + Alt + N
|
Slökkva á NVDA
|
NVDA + Q
|
Lestur:
|
Stöðva Lestur
|
Control
|
Hefja Lestur frá þessari staðsetningu
|
NVDA + örvahnappur niður eða + á talnaborði
|
Lesa næsta hlut
|
Örvahnappur niður eða + á talnaborði
|
Lesa næsta áherslulegan hlut (t.d. hlekk, hnapp)
|
Tab
|
Virkja:
|
Hlekk
|
Enter
|
Hnapp
|
Enter eða Bil
|
Fyrirsagnir:
|
Fara á næstu fyrirsögn
|
H
|
Fara á næstu fyrirsögn með stig [1-6]
|
1 - 6
|
Listi yfir allar fyrirsagnir
|
NVDA + F7
|
Kennileiti:
|
Fara á næsta kennileiti
|
D
|
Flýtilisti:
|
Listi yfir alla hlekki, fyrirsagnir og kennileiti
|
NVDA + F7
|
Töflur:
|
Fara að næstu töflu
|
T
|
Ferðast um töflureiti
|
Ctrl + Alt + örvahnappur niður eða örvahnappur upp eða örvahnappur til vinstri eða örvahnappur til hægri
|
Listar:
|
Fara að næsta lista
|
L
|
Fara á næsta lið í lista
|
I
|
Myndir:
|
Fara á næstu mynd
|
G
|
Hlekkir:
|
Listi yfir alla hlekki
|
NVDA + F7
|
Fara á næsta hlekk
|
K
|
Fara á næsta óheimsótta hlekk
|
U
|
Fara á næsta heimsótta hlekk
|
V
|
Flakk:
|
Flakka milli: Radio buttons <select>lista Flipa (ARIA widget) Trélista (ARIA widget) Vallista (ARIA widget)
|
Örvahnappur til vinstri eða örvahnappur niður eða örvahnappur til vinstri eða örvahnappur upp.
|
Fara afturábak:
|
Fara á fyrri fyrirsögn, kennileiti, töflu, hlekk o.s.frv.
|
Shift + [H, D, T, Tab, o.s.frv.]
|
Textalestur
Efni
|
Aðgerð
|
Lyklaborðsskipanir
|
Lína:
|
Lesa fyrri línu
|
Örvahnappur upp eða 7 á talnaborði
|
Lesa næstu línu
|
Örvahnappur niður eða 9 á talnaborði
|
Lesa núverandi línu
|
NVDA + örvahnappur upp eða 8 á talnaborði
|
Byrjun á línu
|
Shift + 1 á talnaborði
|
Endir á línu
|
Shift + 3 á talnaborði
|
Efsta línan
|
Shift + 7 á talnaborði
|
Neðsta línan
|
Shift + 9 á talnaborði
|
Bókstafir:
|
Lesa fyrri bókstaf
|
Örvahnappur til vinstri eða 1 á talnaborði
|
Lesa næsta bókstaf
|
Örvahnappur til hægri eða 3 á talnaborði
|
Lesa núverandi bókstaf
|
2 á talnaborði
|
Lesa framburð á bókstöfum
|
5 á talnaborði tvisvar hratt
|
Orð:
|
Lesa fyrra orð
|
Ctrl + örvahnappur til vinstri eða 4 á talnaborði
|
Lesa næsta orð
|
Ctrl + örvahnappur til hægri eða 6 á talnaborði
|
Lesa núverandi orð
|
5 á talnaborði
|
Setningar:
|
Lesa fyrri setningu
|
Alt + örvahnappur upp
|
Lesa næstu setningu
|
Alt + örvahnappur niður
|
Lesa núverandi setningu
|
Alt + 5 á talnaborði
|
Efnisgrein:
|
Næsta efnisgrein
|
Ctrl + örvahnappur upp eða Q
|
Stafa:
|
Stafa orð
|
5 á talnaborði tvisvar hratt
|
Stafa núverandi línu
|
NVDA + örvahnappur upp tvisvar hratt
|
Töflur
Efni
|
Aðgerð
|
Lyklaborðsskipanir
|
Tafla:
|
Fara í næstu (fyrri) töflu
|
T (Shift + T)
|
Reitur:
|
Reitur til hægri
|
Ctrl + Alt + örvahnappur til hægri
|
Reitur til vinstri
|
Ctrl + Alt + örvahnappur til vinstri
|
Reitur fyrir neðan
|
Ctrl + Alt + örvahnappur niður
|
Reitur fyrir ofan
|
Ctrl + Alt + örvahnappur upp
|
Form
Efni
|
Aðgerð
|
Lyklaborðsskipanir
|
Flakk:
|
Næsta form
|
F
|
Næsti áherslulegi hlutur
|
Tab
|
Næsti hnappur
|
B
|
Gátreitir:
|
Velja og af-velja
|
Bil
|
Næsti gátreitur
|
X
|
Fellilist (<select>):
|
Opna fellilista
|
Alt + örvahnappur niður
|
Flakka um fellilista
|
Örvahnappur niður eða Fyrsti stafur
|
Velja marga hluti í fellilista
|
Shift + örvahnappur niður (eða örvahnappur upp)
|
Næsti fellilisti
|
C
|
Einvalshnappur:
|
Flytja val
|
Örvahnappur upp/ örvahnappur niður
|
Næsti einvalshnappur
|
R
|
Form hamur:*
|
Skipta á milli form ham og vafra ham
|
NVDA + Bil
|
* Form hamur gerir þér kleift að setja inn gögn í hluti í forminu. Vafra hamur gerir þér kleift að flakka um formið með að nota venjulega skjálestra flýtileiðir (t.d. milli fyrirsagna, kennileita, hlekkja o.fl.)
Aðrar skipanir
Aðgerð
|
Lyklaborðsskipanir
|
Leita að orði eða setningu
|
NVDA + Ctrl + F
|
Hjálp
|
NVDA + 1
|
Næsta tilvitnunarsvæði
|
Q
|
Næsti hnappur sem þú notar skrifast inn og er hunsaður af NVDA skjálesaranum.
|
NVDA + F2
|
Les skrifaða bókstafi
|
NVDA + 2
|
Les skrifaðar setningar
|
NVDA + 3
|
Les alla forgruns glugga (valmyndarglugga)
|
NVDA + B
|
Les titil forgruns glugga
|
NVDA + T
|
Þekkt vandamál í NVDA og lausnir við þeim.
NVDA hættir að lesa það sem er undir músinni:
Þú getur byrjað að fara í stillingar (NVDA + N, svo valkostir, svo settings) og farið þar í Mouse stillingarnar. Þar þarftu að vera merkt við "Kveikja á músarfylgni".
NVDA les upp „falin greinarmerki“ (soft hypend) á vefsvæðum:
Þegar þú notar NVDA + p, ferð þú á milli stillinga fyrir þennan upplestur. Hægt er að velja milli „Symbol level ekkert“, „Symbol level lítið“ eða „Symbol level mikið“.
Nánari aðstoð og upplýsingar.
Hægt er að nálgast nánari aðstoð og hjálp á heimasíðu NVDA.