Sannleiksnefndin sem félagsfundur Blindrafélagsins, haldinn 30. september síðastliðinn, samþykkti að skipa hefur lokið störfum. Fyrir liggur ítarleg úttekt á þeim atvikum og atburðarás sem leiddi til þess að formaður félagsins vék úr starfi sínu vegna ágreinings við meirihluta stjórnar. Jafnframt hefur sannleiksnefndin tekið afstöðu til ágreiningsefna og lagt mat á hvort framganga þeirra sem tókust á hafi verið með eðlilegum hætti.
Skýrsla sannleiksnefndarinnar er ítarleg og talar skýru máli um að með margvíslegum hætti hefðu báðir deiluaðilar mátt gera betur. Stjórn Blindrafélagsins þakkar sannleiksnefndinni fyrir starf sitt sem bæði var unnið hratt og örugglega. Stjórnin er staðráðin í að taka þá gagnrýni sem að henni er beint alvarlega og leita leiða til þess að styrkja innviði og regluverk Blindrafélagsins enn frekar með hagsmuni félagsmanna og áframhaldandi veldvild í íslensku samfélagi að leiðarljósi.
Reykjavík 10. febrúar 2016
f.h. stjórnar Blindrafélagsins
Halldór Sævar Guðbergsson,
starfandi formaður