Leiðsöguhundadagatal 2025 er komið í sölu!

Ljósmynd af forsíðu leiðsöguhundadagatalsins. Á henni er falleg náttúrumynd af Má Gunnarssyni og lei…
Ljósmynd af forsíðu leiðsöguhundadagatalsins. Á henni er falleg náttúrumynd af Má Gunnarssyni og leiðsöguhundinum Max. Það stendur, Á Íslandi eru 16 leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta en þörf er á fleirum.

Nú er árlega Leiðsöguhundadagatalið komið í hús og byrjað í sölu.

Hægt er að næla sér í eintak í Vefverslun Blindrafélagsins eða kíkja til okkar í Hamrahlíð 17.

Hér er linkur fyrir vefverslun!

Dagatalið kostar 2.600 kr. og fer allur ágóði dagatalsins í kaup og þjálfun leiðsöguhunda en eins og er þá eru sextán leiðsöguhundar starfandi hér álandi fyrir blinda og sjónskerta og er mikilvægt að geta viðhaldið verkefninu. Þörfin fyrir leiðsöguhunda er til staðar, bæði fyrir nýja notendur og þá sem missa hundana sína á eftirlaun. 

Saga Más Gunnarssonar og leiðsöguhundsins Max er sögð í dagatali ársins. 

Hún fjallar um einstakt samband þeirra og hvernig Max hefur hjálpað Má að auka sjálfstæði sitt og þar með bætt lífsgæði hans. Leiðsöguhundar eins og Max veita blindum og sjónskertum einstaklingum öryggi og frelsi til að taka virkan þátt í samfélaginu.

Dagatalið er ekki einungis gagnlegt til að halda utan um mikilvægar dagsetningar í lífi fólks heldur er það líka leið til þess að styðja við gott málefni.