Bíó Paradís fær Samfélagslampa Blindrafélagsins.

Í tilefni af 15. október sem er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins hefur stjórn Blindrafélagsins ákveðið að veita Bíó Paradís Samfélagslampann „fyrir brautryðjendastarf í aðgengi fatlaðra að menningarviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að sjónlýstum kvikmyndum“ sem afhendist Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastjóra Bíó Paradísar.

Eins og flest öllum er kunnugt hefur Bíó Paradís lyft grettistaki við að stórbæta aðgengi fatlaðs fólks að bíóinu. Bíó Paradís hefur verið frumkvöðull í því að sýna myndir með íslenskri sjónlýsingu í gegnum smáforritið MovieReading.

Sjónlýsingar hafa verið að ryðja sér til rúms víða erlendis. En sjónlýsingar opna aðgengi blindra og sjónskertra að margskonar viðburðum og stórbæta upplifun þeirra. Sjónlýsing lýsir í töluðu máli því sem fyrir augu ber.  

Myndin Acting normal with CVI verður sýnd í Bíó Paradís kl 17:00 með íslenskri sjónlýsingu.

Myndin fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, sem fæðist með heilatengda sjónskerðingu, en hún orsakast af skemmdum á þeim hlutum heilans sem vinna úr sjóninni. Hún berst gegnum lífið og reynir að elta drauma sína með aðeins 4% sjón.
Sjónlýsing verður í boði á myndinni í gegnum smáforritið MovieReading.
Hægt er að nálgast miða á myndina hér.

Meira um myndina hér:
https://filmfreeway.com/projects/3081682