Í byrjun janúar 2025 hækkaði staðgreiðslugjald Strætó úr 650 kr. í 670 kr. og þar með hækkar kostnaðarþátttaka notenda í ferðaþjónustunni samsvarandi. Kostnaðarþrepin verða þá 9.684 kr., 11.684 kr., 13.684 kr. o.s.frv.
Kostnaðarþáttaka notenda er þá þannig að fyrir ferð innan kostnaðarþreps 1, greiðir notandi í ferðaþjónustu Blindrafélagsins 670 kr. fyrir ferðina. Ef ferðin fer inn á kostnaðarþrep 2, greiðir notandi 1.340 kr. fyrir ferðina, eða samsvarandi tveimur ferðum með Strætó.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um ferðaþjónustu Blindrafélagsins á vefsíðu félagsins eða á skrifstofu félagsins í síma 525 0000.
Hér er hægt að lesa fréttatilkynningu Strætó um gjaldskrárbreytinguna.