Kynning og sölusýning á Akureyri á hjálpartækjum og áhöldum fyrir blinda og sjónskerta

Blindrafélagið kynnir ýmsar gerðir af sérhönnuðum hjálpartækjum og áhöldum fyrir blint og sjónskert fólk. Þetta eru aðallega ódýr áhöld og tæki, sem auðvelda fólki lífið og dagleg störf, svo sem: heimilisáhöld, úr og klukkur, spil og leikir fyrir börn og fullorðna, tæki og áhöld til merkinga og fleira

Sölusýningin verður haldin í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, næstkomandi fimmtudag, föstudag og laugardag, 19. – 21. nóvember.

Fimmtudag og föstudag verður opið frá kl. 12 – 18 og laugardag frá kl. 10 – 14.

Harpa Völundardóttir, starfsmaður Blindrafélagsins verður á staðnum. Hún er í síma 699-4225.  Einnig verður Halldór Sævar Guðbergsson frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni á staðnum. Hann er með síma 618-9859.