Blindrafélagið kynnir ýmsar gerðir af sérhönnuðum hjálpartækjum og áhöldum fyrir blint og sjónskert fólk. Þetta eru aðallega ódýr áhöld og tæki, sem auðvelda fólki lífið og dagleg störf, svo sem: heimilisáhöld, úr og klukkur, spil og leikir fyrir börn og fullorðna, tæki og áhöld til merkinga og fleira
Sölusýningin verður haldin í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, næstkomandi fimmtudag, föstudag og laugardag, 19. – 21. nóvember.
Fimmtudag og föstudag verður opið frá kl. 12 – 18 og laugardag frá kl. 10 – 14.
Harpa Völundardóttir, starfsmaður Blindrafélagsins verður á staðnum. Hún er í síma 699-4225. Einnig verður Halldór Sævar Guðbergsson frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni á staðnum. Hann er með síma 618-9859.