Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar fimmtudaginn 12 nóvember 2009 kl 17:00 í fundarsalnum að Hamrahlíð 17. Á fundinum verður kynnt stefnumótunarskýrsla stjórnar félagsins og leitað eftir umræðum og viðbrögðum við þeim áherslum sem þar koma fram.
Dagskrá:
1. formaður setur fund
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Kynning viðstaddra
4. Fundargerð síðasta félagsfundar borin upp til samþykktar
5. Stefnumótunarskýrsla stjórnar félagsins kynnt og leitað eftir umræðum og viðbrögðum við þeim áherslum sem þar koma fram
a) Kristinn H. Einarsson formaður flytur framsögu og kynnir skýrsluna
b) Fyrirspurnir og umræður
6. Önnur mál
7. Fundarslit
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að kynna sér og hafa áhrif á stefnumótun Blindrafélagsins til að mæta og taka þátt í umræðum og vangaveltum.
Fyrir hönd stjórnar
Kristinn Halldór Einarsson
formaður
Meginmál