"Stuðningur
til sjálfstæðis - Styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins“
úthlutar sínum fyrstu styrkjum
Stjórn STS hefur farið yfir allar umsóknir og gert tillögu um að samþykktar verði 18 umsóknir uppá: 4.180.000 krónum. Tillaga sjóðsstjórnar hefur verið staðfest af stjórn Blindrafélagsins. Úthlutun styrkja eftir styrktarflokkum er eftirfarandi:
- Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra. Samtals 6 umsóknir uppá 1.640.000 krónur
- Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins. Samtals 3 umsóknir uppá 420.000 krónur.
- Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum og tölvubúnaði. Samtals 6 umsóknir uppá 600.000 krónur.
- Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar. Samtals 3 umsóknir uppá 1.520.000 krónur.
Alls bárust 28 umsóknir uppá samtals 12.8528.500 krónur. Í flokk A voru umsóknir uppá 7.290.000 kr. Í Flokk B 678.500 kr. Í flokk C 610.000 kr. og flokk D 3.950.000 kr.
Formleg afhending og kynning
Fimmtudaginn 3 maí verður efnt til samsætis þar sem tilkynnt verður opinberlega um styrkina sem veittir verða. Athöfnin fer fram í fundarsalnum Hamrahlíð 17 og hefst klukkan 16:00.
Þau tvö verkefni sem fengu hæstu styrkina verða sérstaklega kynnt við afhendingu styrjanna. Um er að ræða:
- Verkefni sem felur í sér gerð kennsluefnis á grunnatriðum punktaletursnótna fyrir notendur, kynningar- og fræðsluefni fyrir tónlistarkennara, æfingarhefti í punktaletursnótum, skoðun og prófanir á Lime Alloud, forriti sem gerir blindum og sjónskertum kleift að skrifa og prenta út nótur, bæði punktaletursnótur og hefðbundnar nótur og ýmislegt fleira. Styrkþegar: Hlynir Már Agnarsson tónlistarkennari og Eyþór Þrastarson tónlistarnemandi. Báðir eru félagar í Blindrafélaginu.
- Þýðing á Guide forritinu frá Dolphin yfir á íslensku. Forritið kemur til með að nýtast stórum hópi fólks sem ekki getur notað hefðbundnar lausnir í tölvumálum. Forritið þykir henta einstaklega vel fyrir blint og sjónskert eldra fólk. Forritið einfaldar tölvuumhverfið og leiðbeinir við tölvurnotkun. Styrkkþegi: Örtækni.
Frekari upplýsingar um sjóðinn, skipulagsskrá og úthlutunarreglur má sjá hér.