Ljósmynd af formanni Blindrafélagsins, Sigþóri U. Hallfreðssyni afhenda Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ Samfélagslampann.
Í tilefni af 15. október sem er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins hefur stjórn Blindrafélagsins ákveðið að veita Knattspyrnusambands Íslands Samfélagslampann “fyrir frumkvæði að bættu aðgengi að íþróttaviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að landsleikjum í knattspyrnu“ sem afhendist formanni KSÍ Þorvaldi Örlygssyni, fyrir leik A landsliðs karla við Wales á Laugardalsvelli á föstudag.
Fyrsta sjónlýsingin á knattspyrnuleik á Íslandi fór fram þann 17. júní 2023 þegar A landslið karla tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sá um lýsinguna á vegum Samtaka íþróttafréttamanna. Smellið hér að neðan til að spila myndband um sjónlýsinguna.
Myndband um Sjónlýsingu á landsleikjum
Sjónlýsingar hafa verið að ryðja sér til rúms víða erlendis. En sjónlýsingar opna aðgengi blindra og sjónskertra að margskonar viðburðum og stórbæta upplifun þeirra. Sjónlýsing lýsir í töluðu máli því sem fyrir augu ber.