Innanríkisráðuneytið sýnir gott fordæmi

Í samræmi við nýsamþykkta stefnumótun Ríkisstjórnar Íslands um aðgengi að opinberum vefsvæðum hefur Innanríkisráðuneytið nú sýnt gott fordæmi og sett nýja íslenska veflesarann (talgervilinn) upp á vef ráðuneytisins. Nú geta allir sem fara inn á vef Innanríkisráðuneytisins hlustað á Dóru lesa það efni sem er á vefsvæðinu. Hér má lesa frétt um dag upplýsingatækninnar. Vefur Innanríkisráðuneytisins er fyrsta vefsvæðið á Íslandi, fyrir utan vefsvæði Blindrafélagsins (www.blind.is), til setja upp nýja íslenska veflesarann, sem er afurð nýja íslenska talgervilsins sem Blindrafélagið hafði forgöngu um að láta smíða. Til að þróa megi nýja íslenska talgervilinn í takt við nýja tækni er mikilvægt að bæði opinberir og óopinberir aðilar taki í notkun verkfæri eins og veflesarann á vefsíður sínar. Það mun ekki bara auka stórlega aðgengi þeirra sem ekki get lesið  með hefðbundnum hætti (blindra, sjónskertra og lesblindra) að efni vefsvæðanna heldur mun það einnig stuðla að því að íslenskan verði tungumál sem er gjaldgengt í upplýsingasamfélagi samtímans.