Helgi Hjörvar alþingismaður verður forseti Norðurlandaráðs. Helgi Hjörvar var kjörinn forseti Norðurlandaráðs á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi á fimmtudag. Helgi Hjörvar fæddist 1967, hann var fyrst kjörinn á Alþingi árið 2003, fyrir Samfylkinguna. Helgi varð fulltrúi í Norðurlandaráði árið 2007 og fer fyrir íslensku sendinefndinni í Norðurlandaráði árið 2009.
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi færa Helga árnaðaróskir af þessu tilefni. Blindrafélagið, sem og systrasamtök þeirra á norðurlöndunum, vænta mikils af norðurlandaráði undir formennsku Helga Hjörvars.