Hádegisspjall miðvikudaginn 27. september.

Við munum halda áfram á þessari braut og stefnum á að hafa hádegisspjall reglulega í vetur.
 
Fyrsta hádegisspjall vetrarins verður miðvikudaginn 27 september næstkomandi og hefst klukkan 12:10.  Þá er ætlunin að ræða um hlustun, heyrnartól og heyrnarvernd sem er mikilvægt málefni fyrir okkur sem reiðum okkur á heyrnina við að tileinka okkur upplýsingar og afþreyingu. 

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér heyrnartólin sem þeir eru að nota og deila reynslu sinni hver með öðrum.  

Gestur á hádegisspjallinu verður Bryndís Guðmundsdóttir heyrnarfræðingur á Heyrnar og talmeinastöð Íslands, sem eflaust getur frætt okkur um ýmislegt varðandi heyrnina og heyrnarvernd.
 
Til hægðarauka fyrir eldhúsið er gott að fólk láti vita um mætingu í afgreiðslu Blindrafélagsins í síma 525 0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is .
 
Fyrir hönd stjórnar
Sigþór U. Hallfreðsson