Gjöf til Blindrafélagsins

 

Thiamsaeng Tangrodjanakajorn  sem er af tælenskum uppruna en býr hér á landi gaf Blindrafélaginu perlufestar sem hún hefur búið til. Hún óskaði þess að festarnar yrðu seldar og andvirði þeirra notað til góðra verka í þágu blindra og sjónskertra.

Thiamsaeng vildi láta gott af sér leiða  vegna þess að systir hennar,  sem líka er búsett á Íslandi er með barni.   Thiamsaeng  trúir því að gott verk eða auðsýnd velvild í þágu annarra  greiði ófædda barninu leiðina til góðs í lífinu.