Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi og sjóðurinn Blind börn á Íslandi hafa ákveðið, í tilefni 70 ára afmæli Blindrafélagsins, að bjóða félagsmönnum á hinn sígilda og vinsæla söngleik Söngvaseið sem sýndur er í Borgarleikhúsinu.
Í boði eru 248 miðar og fær hver félagsmaður einn frían miða, á meðan að birgðir endast, sem gildir á sýningu Borgarleikhússins á Söngvaseið sunnudaginn 20.september næstkomandi kl. 14.00.
Til þess að notfæra sér þetta tilboð þarf að nálgast ávísun á frímiðann hjá Blindrafélaginu í Hamrahlíð og framvísa ávísuninni í miðasölu leikhússins. Fyrstu tíu sætaraðirnar á þessa sýningu eru fráteknir í nafni Blindrafélagsins.
Ávísanir liggja frami á skrifstofu félagsins frá og með 4.september en frátekna miða þarf að vera búið að sækja viku fyrir sýningu.
Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir alla félagsmenn Blindrafélagsins að sjá skemmtilega sýningu í boði Blindrafélagsins og sjóðsins Blind börn á Íslandi.