Í dag, þann 2 mars 2011, hefur fyrirtækið Second Sight hefur fengið leyfi til að markaðssetja og selja innan evrópska efnahagssvæðisins rafeindasjónbúnaðinn Argus ll sem fyrirtækið hefur unnið að þróun á undanfarna áratugi. Þessi leyfisveiting er afrakstur klínískra tilraun sem 30 blindir einstaklingar um allan heim tóku þátt í og nákvæmrar og óháðrar athugunar á öryggis- og virkniþáttum búnaðarins. Hér er um að ræða fyrsta búnað sinnar tegundar sem leyfi fæst til að markaðssetja á evrópska efnahagssvæðinu.
Argus ll er hugsaður fyrir þá sem hafa misst alla sjón vegna t.d. hrörnunarsjúkdóma eins og Retinitis Pigmentosa (RP). Búnaðurinn virkar þannig að rafeindamerki frá örsmárri myndavé, sem er staðsett á gleraugum, eru leidd í rafskaut sem komið hefur verið fyrir á sjónhimnunni. Merkin örva síðan sjónhimnuna sem leiðir til þess að heilinn skynjar mismunandi ljósamunstur sem viðkomandi einstaklingar læra að þekkja. Þrjátíu blindir eisntaklingar tóku þátt í klínískum prófunum og notuðu búnaðinn í daglegu lífi.
Þú að sú sjón sem búnaðurinn skapar sé langt frá því að vera eðlilega sjón, þá sýndu prófanirnar fram á að hjá meirihluti þátttakenda virkaði búnaðurinn og var bæði öruggur og stöðugur. Meirihluti þátttakenda náði auk þess að þekkja stóra stafi, koma auga á staðsetningu hluta og þeim sem best gekk náðu að lesa stutt orð. Slíkur árangur er langt umfram björtustu vonir vísindamanna Second Sight.
Argus ll búnaðurinn mun verða kominn á markað síðar á þessu ári og meðal sjúkrahúsa sem mun bjóða upp á ígræðslu eru Morfield augnsjúkrahúsið í London og Royal Eye institude í Manchester.
Vefsvæði: www.2-sight.com
Frekari upplýsingar:
publicrelations@2-sight.com
Símanúmer: + 41 79 547 42 14
Upplýsingar fyrir sjúklinga:
patients@2-sight.com
Símanúmer: +41 21 693 91 51
Fréttatilkynning Second Sight á ensku pdf skjal.