Hér kemur ítrekun á pósti sem sendur var þann 4. febrúar sl. varðandi aðgengi blindra notenda að heimasíðu Hæstaréttar.
Okkur finnst sorglegt, furðulegt og, í raun, fremur mikil vanvirðing, að Hæstirétttur hefur ekki haft fyrir því að svara þessu bréfi síðan það var sent fyrir rúmlega tveimur vikum síðan.
Sem aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins hef ég haft afskipti af tugum fyrirtækja með vefsíður sem voru ekki alltaf aðgengilegar og í 95% tilfella hef ég fengið svör innan nokkurra daga þar sem vettvangur hefur skapast til þess að laga þá hluti sem valda blindum notendum aðgengistruflunum, en því miður hafið þið ekki séð ykkur hæft, eða fært, að svara þessum pósti einu orði.
Aðgengisvandamálin hafa ekki horfið og svarleysi ykkar er byrjað að valda ákveðinni ólgu meðal félagsmanna Blindrafélagsins, skiljanlega.
Því bið ég ykkur vinsamlegast að svara og setja upp samskipti um hvernig leysa megi þetta vandamál þannig að aðgengi félagsmana Blindrafélagsins sé virt, og jafnframt þörf Hæstaréttar ti þess að vernda fólk sem nefnt er í dómum réttarins.
Við erum boðin og búin að aðstoða við að finna ásættanlega lausn, en þegar afskiptaleysi og þögn, er allt sem fellur í okkar hlut verðum við að grípa til róttækari aðgerða.
Með bestu kveðju og bestu þakkir.
Birkir Gunnarsson.