Fundargerð 9. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2020 – 2021, haldinn miðvikudaginn 28. apríl kl. 16:00.
Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Kaisu Hynninen (KH) varaformaður, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) ritari, Ásdís Guðmundsdóttir (ÁG) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, tekur sæti HÞA sem aðalmaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Forföll: Hlynur Þór Agnarsson,
1. Fundarsetning.
SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerð 8. fundar, sem búin er að vera aðgengileg á Teams svæði stjórnarinnar var samþykkt samhljóða.
3. Lýst eftir öðrum málum.
Engin önnur mál boðuð.
4. Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, Stuðningur til Sjálfstæðis, úthlutun vor 2021.
- Sjóðurinn Blind börn á Íslandi, úthlutun vor 2021.
- Skipan í stjórn sjóðsins „Stuðningur til sjálfstæðis“.
- Aðalfundur World Blind Union og ICEVI 2021.
- Aðalfundar Blindrafélagsins 15 maí.
- Stefnuþing ÖBÍ
- Mikilvægar dagsetningar.
Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:
- Ársreikningar Blindrafélagsins.
- Aðalfundur Blindrafélagsins.
- Fjáraflanir Blindrafélagsins
- Fyrirhugaðar framkvæmdir við Hamrahlíð 17.
- Úttekt á Miðstöðinni.
5. Ársreikningar Blindrafélagsins.
Á fundinn voru mættar Hjördís Ólafsdóttir endurskoðandi hjá KPMG og Gerður Þóra Björnsdóttir bókari, einnig frá KPMG, til að kynna ársreikning Blindrafélagsins fyrir árið 2020.
Í áliti KPMG segir: „Við höfum endurskoðað ársreikning Blindrafélagsins fyrir árið 2020. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.
Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu félagsins 31. desember 2020 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2020, í samræmi við lög um ársreikninga.“ Áritun KPMG er án fyrirvara.
Helstu tölur úr ársreikningum eru:
Rekstrarafkoma án afskrifta og fjármagnsliða: 11,4 mkr.
Rekstrarafkoma ársins: 1,9 mkr.
Eigið fé og skuldir 1.200 mkr.
Eftir kynningu á reikningunum var ákveðið að stjórnarmenn myndu fá nokkra daga til að skoða ársreikninginn áður en hann yrði undirritaður. Undirritun mun verða rafræn.
6. Skipan í stjórn Styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins Stuðningur til sjálfstæðis (STS).
Samkvæmt stofnskrá STS þá á að skipa STS stjórn á tveggja ára fresti. SUH gerði tillögu um að skipa eftirtalda: SUH formaður, Jón Torfi Jónsson frá HÍ, Marin Guðrúnu Hrafnsdóttir forstöðukonu Hljóðbókasafns Íslands, Sólveig Stefánsdóttir frá ÞÞM og Helga Eysteinsdóttir frá Blindravinafélagi Íslands. Var tillagan samþykkt samhljóða.
7. Aðalfundur Blindrafélagsins.
SUH fór yfir atriði sem að þarf að ganga frá fyrir aðalfund Blindrafélagsins 15 maí 2021 og lagði til að:
Fundarstjóri: Jón Þór Víglundsson.
Fundarritari: Marjakaisa Matthíasson.
Tæknistjórar: Baldur, Hlynur og Eyþór.
Kosningareglurnar frá því á seinasta aðalfundi verða gildar að frádregnum ákvæðum sem að snúa að pappírskosningum, þar sem kosningin verður alfarið rafræn. Skrifstofu félagsins var falin framkvæmd kosninganna.
Frambjóðendur til stjórnar eru:
Guðmundur Rafn Bjarnason, Halldór Sævar Guðbergsson, Kaisu Hynninen og Rósa Ragnarsdóttir.
Lagabreytingatillaga kom frá Baldri um að breyta 19 grein þannig að kvöðin um að reikningar séu lagðir fram á punktaletri og svartletri en verði í staðinn aðgengilegir á stafrænu formi. Tillagan með greinagerð er aðgengileg á Teams svæði stjórnarinnar.
8. Veiting Gulllampa.
SUH gerði það að tillögu sinni að veita Jóni Ágústssyni Gulllampa Blindrafélagsins. SUH fór efnislega yfir rökstuðning fyrir veitingunni og var SUH falið að klára rökstuðninginn og finna út hvenær og hvar lampinn verði afhentur, í samstarfi við KHE. Allir stjórnarmenn voru samþykkir, einnig Hlynur sem ekki var á fundinum.
9. Önnur mál.
SUH kynnti lauslega GEARE verkefni EBU.
Fundi slitið kl. 17:45.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.