Fundargerð stjórnar nr. 8 2020-2021

Fundargerð 8. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2020 – 2021, haldinn miðvikudaginn 14. 4.2021 kl. 16:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Kaisu Hynninen (KH) varaformaður, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) ritari, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (tekur sæti HÞA sem aðalmaður), Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll, Hlynur Þór Agnarsson (HÞA)

Fundurinn var haldinn í gegnum Teams fjarfundarbúnaðinn.

1.     Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

2.     Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 7. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum, var samþykkt samhljóða.

Önnur mál: Engin boðuð.

3.     Inntaka nýrra félaga.

Fyrir lágu 4 umsóknir um félagsaðild. Voru umsóknirnar samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.

4.     Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Frumvarp til laga um stafrænt pósthólf.
  • Mat á stöðu þjónustunnar við blint og sjónskert fólk.
  • Aðalfundur World Blind Union.
  • NSK fundur 16 mars.
  • Bréf frá Lions.
  • Undirbúningur aðalfundar.
  • Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar.  

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Rekstraryfirlit fyrir 1. Ársfjórðungs 2021.
  • Framkvæmdir við Hamrahlíð 17 – 5. og 6. hæð.
  • Leiðsöguhundaverkefnið.
  • Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.
  • Máltækniráðstefna Almannaróms.
  • Stuðningur til sjálfstæðis – Styrkumsóknir.  

5.     Blindravinnustofan.

SUH fékk umboð til að fara með atkvæði á aðalfundi Blindravinnustofunnar þann 29 maí. Samþykkt var að skipa óbreytta stjórn.

Samþykkt var að óska eftir því við stjórn BVS að hún gerði tillögu til stjórnar Blindrafélagsins um niðurfærslu á hlutafé Blindravinnustofunnar í ljósi góðrar afkomu og sterkrar eiginfjárstöðu.

6.     Rekstrarskýrsla vegna 1 ársfjórðungs 2021.

KHE fór yfir rekstrarafkomu Blindrafélagsins á fyrsta ársfjórðungi 2021.
Helstu stærðir eru:

Tekjur: 81 mkr. Áætlun: 70 mkr.
Rekstrargjöld: 57,6 mkr. Áætlun: 64 mkr.
Rekstrarafkoma án afskrifa og fjármagnsliða:  22,6 mkr.

Stjórn lýsti yfir mikilli ánægju með rekstrarárangurinn. Varðandi frekari sundurliðun vísast í rekstrarskýrslu sem er meðal fundargagna.

7.     Aðalfundur Blindrafélagsins

SUH rakti möguleikana á að halda aðalfundinn sem tvinn fund, það er að segja bæði í Zoom og sal, og óvissuna sem að er varðandi sóttvarnir. Eftir umræður var stjórn sammála um að halda fundinn eingöngu í gegnum Zoom fjarfundarkerfið.

Einnig var samþykkt að kosningar yrðu alfarið rafrænar og myndu sömu kosningareglur um rafrænar kosningar gilda og giltu á seinasta aðalfundi.

8.     Önnur mál.

 

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.