Fundargerð stjórnar nr. 9 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) gjaldkeri, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) ritari, Lilja Sveinsdóttir (LS) meðstjórnandi, María Hauksdóttir (MH) varamaður, og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Patrekur Andrés Axelsson varamaður og Elínborg Lárusdóttir.

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var dagskrá tillagan samþykkt einróma.

Lýst eftir öðrum málum: Engin boðuð.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 8. fundar var send stjórnarmönnum fyrir fundinn. MH gerð athugasemd við að athugasemdir hennar við kjör á varaformanni ættu heima í fundargerð 7. fundar en ekki 8. fundar.

Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

       Stefnumótið.

       Fullgildingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

       Leiðsöguhunda og ferðafrelsi.

       Dag Hvíta stafsins og alþjóðlega Sjónverndardaginn.

       Fræðslufund AMD og RP deildar Blindrafélagsins.

       Málþing ÖBÍ um atvinnumál.

       Sjónhermigleraugu.

       Samráðsfundur stjórnar, deilda og nefnda.       

       Myndbandagerð á vegum ÖBÍ.

       Af norrænu samstarfi.

       Formannsfundur ÖBÍ.

       Af vettvangi ÖBÍ.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

      Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.

         Kópavogur. 

         Mosfellsbær.

         Akureyri.

     Viðhaldsframkvæmdir.

         Íbúð 307.

         Lýsing á 5. hæð.

         Hljómtæki í fundarsalinn.

     Hausthappdrætti Blindrafélagsins.

     Fréttabréf Blindrafélagsins.

     Bólusetning.

4. Bréf og erindi.  

Erindi frá starfshópi ÖBÍ með hugmynd að handriti fyrir stutt kynningarmyndband fyrir Blindrafélagið.

 Tilkynning frá Persónuvernd um áform í kjölfar ábendingar, að hefja frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga á vefsíðu Blindrafélagsins, sem snýr að birtingu nafna, kennitalna og fleiri upplýsinga í fundargerðum stjórnar sem birtar eru á heimasíðu félagsins. Félaginu er boðið að leggja fram athugasemd og eða koma rökstuðning fyrir þessari meðferð persónuupplýsinga.

Sá siður að birta upplýsingar um nýja félagsmenn Blindrafélagsins í fundargerðum er mjög gamall og mjög líklegt verður að teljast að hann samræmist ekki nútíma sjónarmiðum um meðferð persónuupplýsinga. Það var því á stjórnarfundi Blindrafélagsins þann 17. maí síðast liðinn sem stjórnin samþykkti að hætta að birta upplýsingar um nýja félagsmenn í fundargerðum stjórnar. Allar upplýsingar um nýja félagsmenn hafa verið afmáðar úr fundargerðum stjórnar sem eru á heimasíðu félagsins. Af þeim sökum telur stjórn Blindrafélagsins ekki þörf á að gera athugasemd við frumkvæðisathugun Persónuverndar.

5. Samskiptaleiðir.

SUH gerði grein fyrir þeim miðlum sem að félagið væri að nota til að koma upplýsingum á framfæri við félagsmenn. Sem eru Valdar greinar, Vefvarpið, heimasíða og Facebook. Blindlist sem einnig hefur verið notað til samskipta er póstlisti sem ekki gefur kost á að vita hvaða félagsmenn eru á listanum. Nú eru uppi áform um að bæta við Fréttabréfi Blindrafélagsins sem sent verður öllum félagsmönnum með tölvupóstfang. Í Fréttabréfinu, sem sent verður fyrst um sinn einu sinni í viku með upplýsingum um starfsemina framundan. Hinir formlegu upplýsingamiðlar félagsins verða þar með Fréttabréfið, heimasíðan blind.is, Valdar greinar og Vefvarpið. Þetta er liður í því að bregðast við ábendingum um bætt upplýsingaflæði til félagsmanna.

6. Dagur Hvíta stafsins og sjónverndardagurinn.

SUH gerði grein fyrir undirbúningi að dagskrá í tilefni af degi Hvíta stafsins 15. október sem Ungblind er að skipuleggja. SHJ fór síðan yfir undirbúning fyrir verkefni  í Háskóla Íslands, en til stendur að gula Háskóla Íslands (#Yellowtheworld) að hætti Noisy Vision og vekja með því athygli á hversu lítið þarf oft til að bæta aðgengi. Framleiddar verða 4 tegundir af merktum bolum sem verða notaðir í verkefninu og munu einnig nýtast að verkefninu loknu.

Á alþjóðlegum sjónverndardegi 13. október mun síðan verða vakin athygli á mikilvægum sjónverndarráðum á samfélagsmiðlunum. Af því tilefni verða sjónverndarráð á happdrættismiða Blindrafélagsins sem að hefst 12. október.

Blindrafélagið mun einnig bjóða upp á fyrirlestur með Leu Hyvärinen sem nefnist: Infants Development of Vision and Delays of Development. Watch the delays! Teach the mothers! Fyrirlesturinn er ætlaður fagfólki, svo sem augnlæknum, öðru heilbrigðisstarfsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum um efnið.
Dr. Hyvärinen leggur áherslu á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og að sjónskerðing ungbarna sé uppgötvuð sem fyrst, einnig hjá börnum með viðbótarfatlanir.
Dr. Hyvärinen er þekkt um allan heim fyrir að þróa aðferðir til að mæla sjón hjá ungbörnum allt niður í 4 mánaða aldur og hefur yfir 40 ára reynslu á þessu sviði.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

7. Norrænt samstarf.

SUH sagði frá fyrirhuguðum NSK, NKK og NUK fundum í Hurdal Noregi í byrjun október. En á þá fundi munu fara SUH, RMH, MKM, LS og SHJ. SHJ sagði frá nýafstaðinni norrænni kvennaráðstefnu. Meðal Þátttakenda Blindrafélagsins voru nokkrar konur sem að voru að fara á sína fyrstu ráðstefnu. Umræða skapaðist um mismunandi þjónustu á milli norðurlandanna sem stendur blindu og sjónskertu fólki til boða.

8. Helgarbúðirnar.

RMH gerði grein fyrir vel heppnuðum sumarbúðum fyrir sjónskert og blind börn og unglinga á aldrinum 10 til 18 ára sem voru haldnar helgina 9. til 11. september í Reykjadal, sem er sumardvalarstaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Mosfellsdal. Viðburðurinn er ætlaður krökkum án mikilla viðbótarfatlanna.

Í Reykjadal er gist í 3 til 4 manna herbergjum. Á dagskrá var m. a. stutt hestaferð á vegum Íshesta, heimsókn í Ásgarð þar sem krökkum gefst tækifæri til að taka þátt í vinnusmiðju, útivist, sundi, leikjum og samveru.

9. Samráðsfundurinn.

SUH gerði grein fyrir undirbúningi fyrir samráðsfundinn, sem hefst kl 14:30 föstudaginn 30 september.

10. Stefnumótið.

SUH gerði grein fyrir því að lokaskýrsla og minnisblað fyrir stjórn væri komið frá Sigurborgu og að eftir fundinn yrðu þau skjöl send stjórnarmönnum. Stefnt yrði að því að boða til vinnufundar stjórnar til að fara yfir og lesa saman gildandi stefnumótun og skýrsluna frá Sigurborgu. SUH gerði það að tillögu sinni að hann tæki að sér að vinna þetta frekar og leggja fyrir stjórn ásamt því að gera drög að siðareglum. Stefnt yrði að því að vera með sérstakan vinnufund  til að fara yfir málið seinustu vikuna í október. Á sama tíma myndi framkvæmdastjóri hefja vinnu við að setja upp verkferla fyrir verkefni sem sinnt er á skrifstofu félagsins. Var tillagan samþykkt.

11. Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 18:10

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.