Fundargerð stjórnar nr. 7 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varamaður og María Hauksdóttir (MH) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Rósa María Hjörvar (RMH) gjaldkeri

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna. SUH gerði tillögu um að inn í dagskránna yrði bætt lið sem fæli í sér kjör fulltrúa félagsins á aðalfund ÖBÍ og NSK, NKK og NUK fundi og var dagskráin samþykkt með þeirri breytingu.

Lýst eftir öðrum málum:

       LS boðaði þrjú mál.

       MH eitt mál.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 6. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum var samþykkt.

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

   Breytingar í stjórn.
   Alheimsþing WBU og ICEVI í Florida 17 til 25 ágúst.
   Fyrirspurn vegna leiðar 57.
   Starfsáætlun haustsins.
   Stefnumót.
   Af norrænu samstarfi.
   Af alþjóðavettvangi.
   Af vettvangi ÖBÍ.    

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

       Aðalfund Retina International og alheimsráðstefnu samtakanna.

       Rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins.

       Skoðanakannanir Gallup.

       Víðsjá.

       Framkvæmdir í eldhúsi og á lóð.

4. Bréf og erindi.  

       Tilkynning um 5 nýja félagsmenn frá 5.7.2016.

       Boð á aðalfund ÖBÍ.

       Gerð kynningarmyndbanda fyrir aðildarfélög ÖBÍ.

       Bréf frá Halldóri Sævari Guðbergssyni. Trúnaðarmál.

5. Kosning varaformanns.

Þar sem Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varaformaður hefur af persónulegum ástæðum beðist lausnar frá trúnaðarstörfum sem hann gegnir fyrir Blindrafélagið, að undanskyldum störfum á vettvangi ÖBÍ, mun Lilja Sveinsdóttir taka sæti hans sem aðalmanns í stjórn félagsins.

Formaður gerði að tillögu sinni að Rósa María Hjörvar (RMH) yrði kosinn varaformaður Blindrafélagsins. MH lagði þá til að SHJ yrði kosin varaformaður og vildi láta bóka að „það væri þar sem hún hefði fengið glæsilega kosningu í stjórn á seinasta aðalfundi og hefði ekki verið þátttakandi í átökum innan félagsins“.  SHJ tók fram að hún gæfi ekki kost á sér til embættis varaformanns. Tillaga MH var því ekki tekin til efnislegrar meðferðar.  Formaður gerði grein fyrir því að hann hefði rætt við alla aðalstjórnarmenn fyrir fundinn og þetta hefði því legið fyrir. Tillaga formanns um að RMH yrði kosin varaformaður Blindrafélagsins var samþykkt án mótatkvæða. MH sat sem aðalmaður á fundinum og greiddi tillögunni ekki atkvæði.

Jafnframt var samþykkt að SHJ yrði gjaldkeri og LS, sem kemur inn sem aðalmaður verði meðstjórnandi.

6. Fulltrúar á aðalfundi ÖBÍ

Formaður gerði tillögu um að aðalmenn Blindrafélagsins á aðalfundi ÖBÍ verði: SUH, HSG og LS. Til vara SHJ, MH og PAA. Var tillagan samþykkt samhljóða.

7. Fulltrúar á NSK, NKK og NUK fundum í október í Noregi:

Formaður lagði til að á NSK fundinn færu hann og RMH, á NKK færu Mariakaisa og LS og á NUK SHJ. Tillagan var samþykkt samhljóða.

8. Starfsáætlun og viðburðardagatal stjórna fram að áramótum.

Formaður lagði fram eftirfarandi drög að starfsáætlun og viðburðardagatali stjórnar Blindrafélagsins fyrir ágúst – desember 2016 ásamt upplýsingum um aðra viðburði:

16. ágúst.        Stjórnarfundur.
16. ágúst.         Víðsjá kemur út.
18 – 25. ág.      Aðalfundur WBU og ICEVI Orlando Florida USA.     
2 – 3 sept.       Fundur fólksins í Norræna húsinu.
5. sept.            Kynning fyrir stjórn og starfsmenn á niðurstöðum skoðanakannana Gallup.
7. sept.            Stjórnarfundur.
21. sept.           Fræðslufundur; af aðalfundi Retina International og alheimsráðstefnu samtakanna.
                      (Gæti verið sameiginlegur fundur AMD og RP deilda félagsins)
23 - 25. sept.    NKK ráðstefna í Finnlandi.
28. sept.          Stjórnarfundur.
30. sept.          Samstarfsfundur stjórnar, deilda og nefnda.
1. okt.              Frestur til að sækja um styrki úr STS rennur út.
5. – 6. okt.       NSK, NKK og NUK fundir í Hurdal Noregi.
11 – 18 okt.     Ferð á vegum Útivistar og ferðanefndar Blindrafélagsins til Costa Blanca.
13. okt.            Alþjóðlegi sjónverndardagurinn.
15. okt.            Dagur Hvíta stafsins.
15. okt.            Aðalfundur ÖBÍ.
19. okt.            Stjórnarfundur.
23.-25 okt.       Norrænn samráðsfundur um punktaletur í Fuglesangcentret Danmörku.
3. nóv.             Félagsfundur.
9. nóv.             Stjórnarfundur.
18. nóv.           Stefnumót.
30. nóv.           Stjórnarfundur.
13. des.           Stjórnarfundur.

Aðrir viðburðir og dagsetningar:

25. sept.          Hausthappdrætti Blindfélagsins fer af stað.
25. okt.            Jólakort Blindrafélagsins send út.
25-26. nóv.      Fagráðstefna RP foreningn og Ulleval sjúkrahússins.
11. nóv.           Fighting blindness Ireland Retina Scientific program í Dublin.
3. des.             Afhending hvatningarverðlauna ÖBÍ.
12. des.           Dregið í happadrætti Blindrafélagsins.
17. des.           Jóla Opið hús Blindrafélagsins.
20. des.            Leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins kemur út.

Tillagan var samþykkt með fyrirvara um að áætlunin er fyrst og fremst vinnuplagg sem mun geta tekið breytingum.

9. Rekstraryfirlit fyrst 6 mánuði ársins.

KHE gerði grein fyrir helstu tölum úr rekstri félagsins fyrstu 6 mánuði ársins:

Tekjur fyrstu sex mánuði ársins eru 111.8 millj. kr. sem er 2,2% yfir áætlun. Fyrir sama tímabil í fyrra voru tekjurnar 103 millj. kr. Þessi aukning á tekjum næst þrátt fyrir lækkun á húsaleigutekjum um tæp 10% sem skýrist af því að leigutekjur vegna Stigahlíðar 71 detta út þar sem eignin hefur verið seld.

Gjöld fyrir fyrstu sex mánuði ársins eru 110.9 millj. kr. sem er 13% yfir áætlun. Þessi munur skýrist m.a. af því að stórir kostnaðarliðir sem snúa að erlendu samstarfi færast á fyrri hluta ársins og eins er launakostnaður meiri en áætlað var vegna launa formanna. Fyrir sama tímabil í fyrra voru gjöldin 94,7 millj. kr.

Rekstur félagsins fyrstu sex mánuðina er því jákvæður um 0,9 millj. kr.

Engar athugasemdir voru gerðar við rekstraráætlunina.

10. Fundur fólksins 2. – 3. september.

KHE skýrði frá því að áformað væri að Blindrafélagið myndi vera með aðgengisþema á Fundi fólksins. Félagið er með bás og er einnig með pláss fyrir fyrirlestur í dagskránni. RMH mun verða með fyrirlestur um aðgengismál og hugmyndin er að reyna fá Ólöfu Nordal Innanríkisráðherra til að hlíða á mál RMH og eftir atvikum bregðast við. Í básnum verði svo kynning á ýmsum hjálparbúnað sem blindir og sjónskert nýta sér, svo sem eins og vefvarpið, skjálesarabúnað, hvíta stafinn, leiðsöguhund o.fl. Ungblind gæti svo tekið að sér „Yellow the world“ gjörning á svæðinu.

11. Önnur mál.

LS: Varpaði upp hugmynd um hvort að í húsinu ætti að vera til hjartastuðtæki. Framkvæmdastjóra var falið að skoða málið.

LS: Spurðist fyrir um reglur í húsinu um gæludýr. Ákveðið var að skoða uppfærslu á þeim ákvæðum húsreglna sem kveða á um gæludýrahald með það í huga að reglurnar verði jákvæðar gagnvart gæludýrahaldi.

LS: Spurðist fyrir um geymslu við hliðina á herbergi 304 og hvort fýsilegt væri að tengja geymsluna og herbergið og gera litla studióíbúð. Að mati framkvæmdastjóra er það ekki fýsilegur kostur, m.a. vegna þess að geymslupláss er að skornum skammti, framkvæmdin yrði dýr miðað við hversu lítil viðbót fengist við breytinguna.

Fundi slitið kl. 17:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.