Fundargerð 8. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 29. nóvember 2023, kl 12:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Inntaka nýrra félaga
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
-
NSK fundur í nóvember
-
UNK ráðstefna 2025
-
Tilnefning í kjörnefnd EBU
-
Ályktun um sjónlýsingar fyrir aðalfund EBU
-
Fulltrúarráðsfundur Brynju leigufélags
-
Styrktarsjóður Margrétar Jónsdóttur
-
Úthlutun úr styrktarsjóði Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur
-
Á döfinni og mikilvægar dagsetningar
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
-
Rekstraráætlun 2024
-
Framkvæmdir við 6 hæð
-
Fjáraflanir
-
Úthlutun íbúða
-
Starfsmannamál
Hamrahlíð 17 framkvæmdir
Gísli Valdimarsson byggingarstjóri, Kristmundur Eggertsson húsasmíðameistari og verktaki, Sigríður Halldórsdóttir og Össur Imsland frá Ask arkitektastofu voru mætt sem gestir á fundinn.
Kristmundur og Gísli gerðu grein fyrir framgangi og stöðu verksins. Fyrsti áfangi, sem er að gera húsið fokhelt og síðan að klára það að utan er langt kominn og vinna við áfanga nr 2 sem er frágangur innanhúss er hafinn.
Uppreiknuð kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga er 226.mkr á þessu stigi og er kostnaður vegna 1. áfanga komin í um 180 mkr. Útlagður kostnaður miðað við framvindu verksins er undir kostnaðaráætlun.
Sigríður og Össur gerðu grein fyrr kostnaðaráætlunum fyrir annan og þriðja áfanga verksins. Kostnaðaráætlun fyrir 2. áfanga sem er frágangur innanhúss hljóðar upp á 160 mkr og gróf kostnaðaráætlun 3. áfanga sem er stækkun og nýjar lyftur hljóðar upp á 135 mkr.
Hvað varðar 3. áfanga, er snýr að lyftumálum þá eru þau í hrað samþykktarferli hjá skipulagsyfirvöldum og standa vonir um að niðurstöður fáist á næstu vikum. Stækkunaráform sem einnig eru í samþykktarferli eru hluti af sérstöku hverfis skipulagi þar sem gert er ráð fyrir að stækkunaráformin á 6 hæð (100fm) séu hluti af tillögu um nýtt hverfisskipulag.
Heildarkostnaður er áætlaður um 500.mkr. en innifalið í þessari fjárfestingu eru einnig mörg brýn viðhaldsverkefni sem ekki hefði verið möguleiki að víkjast undan á komandi árum. Þar má nefna nýtt þak nýja loftræstingu, vatnsfráveita frá húsinu, endurnýjun lagna og lyftu svo eitthvað sé nefnt.
Stjórn samþykkti einróma að halda framkvæmdum áfram.
Kostnaðaráætlanirnar má finna á teams svæði stjórnar.
Starfsmannamál
Umræður urðu um starfsmannaráðningar og þau sjónarmið sem hafa verið höfð til hliðsjónar. Blindrafélagið hefur það á stefnuskrá sinni að aðlaga starfslýsingar, að eins miklu leiti og unnt er, þannig að blindir og sjónskertir eigi kost á að sinna eins mörgum verkefnum og kostur er á. Þessi stefnu mörkun hefur leitt það af sér að aldrei hafa verið fleiri blindir eða sjónskertir starfsmenn í sögu félagsins, en það eru 12 af 21 starfsmanni.
Niðurstaða umræðunnar var að framkvæmdarstjóri sem ber ábyrgð á mannaráðningum skyldi upplýsa stjórnarmenn tímanlega um fyrirhugaðar starfsmannaráðningar.
Önnur mál
SUH minnti á viðburði framundan inna félagsins sem eru jólahlaðborð laugardaginn 2. desember og dagskrá til minningar um Rósu Guðmundsdóttur fyrrum formanns félagsins þriðjudaginn 5 desember.
RMH minnti á alþjóðlegan baráttudag fatlaðs fólks þann 3 desember og sagði frá afhendingu hvatningarverðlauna ÖBÍ klukkan 11 þann dag.
RR upplýsti um dagskrá á vegum Listar á landamæra sunnudaginn 3. desember.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson