Fundargerð stjórnar nr. 8 2019-2020

Fundargerð 8. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 27. nóvember kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, , Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður.

1. Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

Önnur mál voru ekki boðuð.

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerðir 6. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallaði um:

  • Samráðsfundur stjórnar, nefnda og deilda í janúar.
  • Félagsfundurinn 14. nóvember.
  • Hönnun fyrir alla, algild hönnun utandyra.
  • Fræðsluerindaröðin.
  • Mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Fjáraflanir.
  • Húsnæðismál.
  • Lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
  • Vanefndir Vinnumálastofnunar á greiðslum vegna reksturs Blindravinnustofunnar.
  • Heilsuklúbbur Blindrafélagsins.

Eftir umræður var tillaga um Heilsuklúbb Blindrafélagsins samþykkt með þeirri breytingu að gjald félagsmanna, starfsmanna og bakhjarla yrði 2500 kr. og gesta 5.000 kr.

4. Inntaka nýrra félaga.

Fyrir lá umsókn um félagsaðild frá 7 einstaklingum. Voru umsóknirnar samþykktar með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

5. Rekstraráætlun 2020 – forsendur.

Gera ráð fyrir svipuðum tekjum og 2019 og að tekjur bakhjarlasöfnunar myndi fara í kostnað fyrsta árið. Aðrar kostnaðarhækkanir verði 3%. Framkvæmdir við hækkun verði fjármagnaðar með lánsfé. Samningsbundnar launahækkanir eru upp á 18.000 kr. 1. apríl 2020.

6. Ný lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Fyrir fundinum liggur verkefnatillaga frá KPMG um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem Blindrafélaginu ber lagaleg skylda til að sinna. Tillagan var send stjórnarmönnum fyrir fundinn.

Þann 1. janúar 2019 tóku gildi ný lög, nr.140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í kjölfarið hafa einnig önnur lög og reglugerðir á sviði málaflokksins tekið gildi. Með vísan í o-, r- og s-lið 1.mgr. 2.gr. framan vísaðra laga fellur Blindrafélagið undir lögin og ber að marka sér stefnu, gera og skila til eftirlitsaðila áhættumati ásamt því að gerðar eru kröfur um útlistun verklagsreglna og ferla.

Áhættumat, verkferlar og þjálfun:

Blindrafélagið þarf að marka sér stefnu ásamt því að útbúa og skila til RSK áhættumati á grundvelli framangreindra laga og í kjölfarið að laga verkferla og innra eftirlit að áhættumatinu. Í framhaldi af umræddum breytingum og í samræmi við lögin, þarf að uppfræða starfsfólk um breytingarnar og þjálfa það til að lágmarka áhættu félagsins.

Áfangar verkefnisins eru eftirfarandi:

  1. Marka stefnu um aðgerðir gegn peningaþvætti og hryðjuverkum.
  2. Útbúa áhættumat og uppfæra/aðlaga verklagsreglur.
  3. Þjálfa og uppfræða viðeigandi starfsfólk varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti.

Verkefnið verður unnið í samræmi við áherslur Blindrafélagsins hvað varðar tímasetningu þess.
Kostnaðaráætlun hljóðar uppá 743.000 – 1.085.000 kr. án vsk.
Nánari verkefnalýsingu má sjá á sérstöku fylgiblaði.
Stjórn samþykkti að fela framkvæmdastjóra að vinna málið áfram í samstarfi við KPMG og hefja þá vinnu á árinu 2020.

7. Starfsáætlun stjórnar Blindrafélagsins.

SUH lagði fram eftirfarandi tillögu að starfsáætlun:

Starfsáætlun stjórnar Blindrafélagsins janúar til maí 2020.

Janúar:

  • 4. janúar, (laugardagur). Alþjóðlegir Braille dagurinn.
  • 15. janúar (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 10.
  • 17. janúar (föstudagur). Samráðfundur stjórnar, nefnda og deilda.
  • 29. janúar (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 11.
  • 30. janúar (fimmtudagur). Hádegisspjall.

Febrúar:

  • 19. febrúar (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 12.
  • 20. febrúar (fimmtudagur). Félagsfundur.
  • 27. febrúar (fimmtudagur). Hádegisspjall.

Mars:

  • 5 til 6. Mars (fimmtudagur – föstudagur) NSK/NKK fundur.
  • 11. mars (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 13.
  • 26. mars (fimmtudagur). Hádegisspjall.

Apríl:

  • 1. apríl (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 14.
  • (6. til 13 apríl. Dymbilvika/páskar.)
  • 22. apríl (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 15.

Maí:

  • 6. maí (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 16.
  • 9. maí (laugardagur). Aðalfundur.

8. Stefnumótun Blindrafélagsins.

SUH lagði fram minnisblað um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem sent var stjórnarmönnum fyrir fundinn. Í minnisblaðinu var fjallað um:

  • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök.
  • Um Heimsmarkmiðin.
  • Heimsmarkmiðin og Blindrafélagið.
  • Dæmi um beitingu Heimsmarkmiðanna.
  • Áherslur EBU á SDG´s á aðalfundinum 27-30 október.

SUH fór yfir samspil stefnumótunar félagsins og heimsmarkmiða SÞ og með hvaða hætti megi taka heimsmarkmiðin inn í stefnumótunina.

9. Önnur mál.

Fundi slitið kl. 17:55.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.