Fundargerð 5. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 25. september kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.
Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Hlynur Þór Agnarsson (HÞA) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, var í símasambandi og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Fjarverandi: Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður.
1. Fundarsetning
SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerðir 4. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.
3. Skýrslur bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallaði um:
- Dag hvíta stafsins 15 október.
- Tilnefning ÖBÍ í samráðs og notendaráð á Suðurlandi.
- RP norden 6 september.
- Formannafundur ÖBÍ 12 september.
- Samráðsfundur stjórnar, nefnda og deilda 13 september.
- Hádegisspjall 26 september.
- Fræðsluerindaröðin.
- Ráðstefna um heilatengda sjónskerðingu CVI í október 2019.
- NSK fundir.
- Mikilvægar dagsetningar.
Formaður lagði einnig fram eftirfarandi gögn:
- Referat NKK.
- Minnispunktar RP Norden.
- Hópavinna á samráðsfundi.
Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:
- Fjáraflanir.
- Húsnæðismál.
- Starfsmannamál.
- Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.
- Leiðsöguhundar.
- Undirbúningur fyrir RIWC2020.
- Íslenskt rannsóknarverkefni á RIWC 2020 styrkt af Blindrafélaginu.
Viðbrögð við atriðum í skýrslu framkvæmdastjóra:
- HÞA lýsti því yfir að hann myndi taka sér frí frá stjórnarstörfum þar sem hann hafi verið ráðinn í starf aðgengis og upplýsingafulltrúa Blindrafélagsins.
- Stjórnin samþykkti að verkefnasjóður fjármagnaði rannsóknarverkefni fyrir RIWC2020 í samstarfið við Erfða og sameindalæknisfræðideild LSH. Stefnt er að því að það muni skila sér í sjúklingaskrá yfir þá sem að eru með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu og hvað genastökkbreytingar það eru sem valda. Kostnaðurinn er 384.600 kr.
Engin innsend erindi lágu fyrir.
4. Inntaka nýrra félaga.
Frá maí til og með ágúst bárust 25 umsóknir um félagsaðild. Voru umsóknirnar allar samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
5. Aðalfundur ÖBÍ.
Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ var gestur fundarins undir þessum lið, Aðalfundur ÖBÍ verður haldinn föstudaginn 4. október kl. 16.00- 20.00 og laugardaginn 5. október kl. 10.00-17.00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík. Farið var í gegnum dagskrá aðalfundarins.
Halldór kynnti nýútkomna skýrslu um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega sem ÖBÍ fékk Kolbein H. Stefánsson til að taka saman. Viðbúið er að mikið verði fjallað um hana á næstu dögum og eins á aðalfundinum. Halldór hvatti Blindrafélagið til að láta lesa skýrsluna inn og jafnvel taka viðtal við skýrsluhöfund. Eins og er hafa ekki komið fram mótframboð við sitjandi forustu.
6. Dagur Hvíta stafsins.
SUH sagði frá því að Blindrafélagið og Þjónustu og þekkingarmiðstöðin myndu vera með opið hús og standa saman að dagskrá í tilefni af Degi Hvíta stafsins þann 15 október í Hamrahlíð 17, jafnframt yrði sett í gang auglýsinga og kynningaherferð í fjölmiðlum á degi Hvíta stafsins 15 október. Jafnframt eru uppi áform um að vera með kynningu á snjall Hvítum staf (weWalk smart cane) sem hefur verið pantaður.
7. Ferðafrelsi leiðsöguhunda.
SUH gerði grein fyrir fundi sem að haldinn var fimmtudaginn 19 september sem á voru KHE, SUH, Björk Arnardóttir leiðsöguhundaþjálfari ÞÞM og Charlotta Oddsdóttir dýralæknir. Á fundinum gerði Charotta grein fyrir sínum niðurstöðum eftir að hafa að ósk Blindrafélagsins farið yfir meginatriðin sem snúa að leiðsögnunum í áhættumatsskýrslu um innflutning á leiðsöguhundum til Íslands. Charlotta taldi að það væri ekki raunhæft að það næðist fram að fella algerlega niður sóttkví við innflutning á hundum, hvaðan sem að þeir kæmu og hverskonar hunda væri um að ræða. Hún taldi líklegast til árangur að reyna ná fram styttingu á sóttkví og jafnvel að hluti dvalar í sóttkví færi fram á vettvangi leiðsöguhundaskólans og svo tæki við heimasóttkví.
Niðurstaðan varð sú að Charlotta mun setja saman það sem henni finnst að geti verið gagnlegir viðræðupunktar við ráðuneytið og MAST gagnvart því að fá fram eins stutta einangrun fyrir leiðsöguhunda og kostur er.
Stjórn lýsti sig sammála þessum áherslum.
8. Húsnæðismál.
KHE gerði grein fyrir því að nú væri í gang auglýsingaferli þar sem auglýst er breyting á deiliskipulagi sem þarf að gera svo að heimila megi hækkun um eina inndregna hæð á Hamrahlíð 17. Gert er ráð fyrir að hæðin verði um 550 fm og að mestur hluti eða allur verði leigður út til ÞÞM. Það er um 3 vikur eftir af auglýsingaferlinu.
Í lok nóvember þá rennur út leigusamningu við Stóreignamenn vegna leigu á salnum á annarri hæð. ÞÞM hefur spurst fyrr um salinn og eins hefur verið stungið uppá að nýta salinn undir létta líkamsræktaraðstöðu fyrir félagsmenn.
Þó nokkur umræða skapaðist um nýtingu á salnum á 2 hæð sem er að losna úr leigu og lýstu nokkrir stjórnamenn vilja til að taka salinn undir létta líkamsræktaraðstöðu.
9. Hádegisspjall.
SUH sagði frá því að næsta hádegisspjall yrði fimmtudaginn 26. september. Umfjöllunarefnið væri: Jafningjastuðningur? Hvar finnum við hann í félaginu og hvað getur félagið gert meira af til að ýta undir hann? Erum við að gera nóg, eða vantar betri verkferla t.d. þegar nýir félagar ganga í félagið.
Umræður sköpuðust um upptöku á hádegisspjallinu og var stjórnin þeirra skoðunar að draga ætti úr upptökum á viðburðum á vettvangi félagsins.
10. Önnur mál.
Fundi slitið kl. 18:20.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.