Fundargerð stjórnar nr. 7 2019-2020

Fundargerð 7. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 6. nóvember kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson.

1. Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

Önnur mál:. Kaisu.

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerðir 6. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallaði um:

  • Ritkeppnin.
  • Rýni eftir dag Hvíta stafsins 15 október.
  • Sjóðurinn Blind börn á Íslandi - úthlutun.
  • Félagsmenn tilnefndir í málefnahópa ÖBÍ.
  • Fræðsluerindaröðin.
  • Aðalfundur og ráðstefna EBU 28-30 október.

Samþykkt að veita eina þátttakanda ritkeppninnar 10.000 króna viðurkenningu.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Fjáraflanir.
  • Styrkumsókn úr safnliði fjárlaga hjá Félagsmálaráðuneytinu.
  • Húsnæðismál.
  • Timon tímaskráningakerfið.
  • Starfsmannamál.
  • Lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
  • Vanefndir Vinnumálastofnunar á greiðslum vegna reksturs Blindravinnustofunnar.
  • Sala erfðafjárgjafar.
  • Persónuupplýsingar í ferðaþjónustu Blindrafélagsins.
  • Orcam kynning.
  • Marakech sáttmálinn.
  • Greta & Stark.
  • Kynningar og kennslumyndbönd.

Erindi/Skýrslur:

Fyrir stjórn lá rýniskýrsla frá Hjalti Sigurðssyni um framkvæmd dagskrár á Degi Hvíta stafsins. Megin niðurstaða skýrslunnar var að vel hafi tekist til.

4. Ný lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Í framhaldi af ábendingu frá endurskoðanda félagsins, Guðný H. Guðmundsdóttur þá þarf að skoða hvort Blindrafélagið falli ekki undir s-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þar sem Blindrafélagið er með útgefið starfsleyfi sýslumanns fyrir happdrætti eða rekstur fjársafnanna þá gæti félagið fallið þarna undir.

Ef svo er þá þarf að marka félaginu stefnu í málaflokknum, framkvæma áhættumat og setja verklagsreglur ásamt því að tilkynna RSK um ábyrgðarmann.

Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að kanna hvort að starfsemi Blindrafélagsins félli undir þessi lög.

5. Húsnæðismál.

Stóreignamönnum hefur verið tilkynnt að leigusamningurinn þeirra sem rennur út 30. nóvember verði ekki endurnýjaður. Stefnt er að því að hefja líkams og heilsutengda starfsemi í salnum í janúar 2020. Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að leggja drög að nýtingu rýmisins.

Nokkrar athugasemdir bárust við auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér hækkun á Hamrahlíð 17. Beðið er eftir viðbrögðum frá Arkitektastofunni og mun þeim verða falið að bregðast við athugasemdunum.

Í fyrra fékk Blindrafélagið erfðafjárgjöf frá Magna Ebeneser Guðmundssyni. Magni ánafnaði Blindrafélaginu geymslu (bílskúr) fasteignarinnar Kleppsvegi 62 sem er verðmetinn á 12.500.000 kr. Ágreiningur var gerður um lögmæti erfðaskrárinnar og fór hún í opinber skipti sem tafði uppgjör. Nú er svo komið að skiptastjóri hefur heimilað sölu á geymslunni sem kom í hlut Blindrafélagsins. Kauptilboð er komið frá eigendum íbúðar á Kleppsvegi 62 upp á 12,2 milljónir króna. Fyrsta tilboð var uppá 11,9 mkr. Forkaupshöfum hefur verið kynnt tilboðið og munu þeir ekki neyta forkaupsréttar. Von er til þess að hægt verði að ganga frá sölunni í þessari viku eða þeirri næstu. Stjórn samþykkti samhljóða að ganga að kauptilboðinu og var framkvæmdastjóra gefið umboð til að ganga frá sölunni.

Rætt var um breytingar á garðinum til að hann nýttist betur fyrir hundana. Ýmsar hugmyndir voru reifaðar. Var framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu til stjórnar.

SUH vakti athygli á því að til stæði að gera viðhalds úttekt á gestaíbúðum og herbergjunum.

6. Félagsfundur.

SUH gerði grein fyrir að félagsfundur sé áformaður 14. nóvember. Á dagskrá verður kynning frá Kolbeini Stefánssyni um skýrslu um meinta fjölgun öryrkja og frásögn frá framkvæmdastjóra SIM og Vilhjálmi Þorsteinssyni sem mun kynna Emblu.

Fundarritari verður Marjakaisa Matthíasson.

SUH mun finna fundarstjóra.

7. Stefnumótun.

SUH vakti athygli á mikilvægi þess að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna inn í stefnumótun og starfsemi félagsins og að hann sæi þetta sem upphaf af þeirri vinnu.

8. Önnur mál.

Umræður urðu um bréf sem að Arnþór Helgason sendi stjórnarmönnum þar sem hann lýsti sig andsnúinn stofnun Aðgengis og tæknihóps Blindrafélagsins á Facebook.

KH kynnti Braillegraph sem þrykkir punktaletur á pappír og er einfaldur í notkun og ódýr. Samþykkt var að skoða það frekar með tilliti til þess hvort að Blindrafélagið væri með þennan búnað í sölu.

Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.