Fundargerð stjórnar nr. 16 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Lilja Sveinsdóttir (LS) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, María Hauksdóttir (MH) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson (PAA) og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Fjarverandi: Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri.

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

Lýst eftir öðrum málum: MH

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 15. fundar, sem send hafði verið fundarmönnum fyrir fundinn var samþykkt. 

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

        Viðbragðsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og fagráð.

        Aðgengi að rafrænum bönkum.        

        Andleg vellíðan - fyrirlestraröð.         

        RIWC og NOK 2020.

        Þorrablót Blindrafélagsins 11/2        

        Algild hönnun og aðgengismál.        

        Biðskýli Strætó b.s. við Hamrahlíð 17.

        Punktaletur, staða og framtíð.          

        Vinnufundur stjórnar, siðareglur o.fl.

        Af norrænu samstarfi.

        Af vettvangi ÖBÍ.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

        Starfsmannamál.  

        Visal. 

        Víðsjá.        

        Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.

        Stafrænt aðgengi.

4. Bréf og erindi.  

        Erindi frá +67 hópnum sem er starfandi er innan Blindrafélagsins sem innifelur ábendingar um hvernig hópurinn sér að                æskilegt væri að skipuleggja aðstoð við blinda einstaklinga sem eru 67 ára eða eldri.

        Stjórnin þakkar hópnum fyrir tillögurnar og ábendingarnar.

        Erindi frá ÖBÍ þar sem að óskað var eftir tilvitnunum varðandi nokkur atriði sem að snúa að aðgengi utandyra.

5. Hádegismálstofur.

SUH kynnti hugmyndir um að efna til hádegisfyrirlestra í sal Blindrafélagsins ca. einu sinni í mánuði, t.d. á miðvikudögum, umfjöllunarefni gætu t.d. verið um punktaletur á Íslandi, talgervlar, sjálfshjálparhópar. Samþykkt var að láta reyna á hugmyndina og mun SUH hafa umsjón með verkefninu.

6. Félagsfundur

SUH lagði til að félagsfundur Blindrafélagsins yrði haldinn fimmtudaginn 16. mars og á dagskrá verði Siðareglur, Aðgerðaráætlun gegn kynferðislegu ofbeldi og kynning á framgangi verkefnum í stefnumótun félagsins. Var tillagan samþykkt samhljóða.

7. Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi.

SUH gerði grein fyrir tillögu um eftirtalda í fagráð Blindrafélagsins :
Gunnar Rúnar Matthíasson, Helga Baldvins Bjargardóttir og Elínborg Jónsdóttir. Var tillagan samþykkt samhljóða og formanni falið að boða fagráðið til fundar til að fara yfir praktísk atriði. Aðgerðaráætluninni mun formlega verða hleypt af stokkum á félagsfundinum 16 mars.

8. Viðhaldsframkvæmdir utanhúss á Hamrahlíð 17.

KHE kynnti tilboð sem borist hafa í ástandsskoðun á Hamrahlíð 17. Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við verkfræðistofu um ástandsskoðun.

9. Stefnumótun frh. frá vinnufundi 11 febrúar.

SUH gerði grein fyrir að vinnufundur stjórnar hafi skilað þrenns konar siðareglum; Siðareglur Blindrafélagsins, siðareglur stjórnar og siðareglur starfsmanna og sjálfboðaliða. Umræður urðu um í hvað ferli eðlilegt væri að setja brot á siðareglum í og mikilvægi þess að lýðræðisleg ferli verði í heiðri höfð eftir því sem frekast er unnt. Var formanni falið að leggja lokahönd á siðareglurnar fyrir félagsfundinn 16. Mars næstkomandi.

10. Önnur mál.

MH: Spurði um einelti. SUH svaraði að vinna við eineltisáætlun væri að fara i gang og meðal annars þá áformaði hann að sækja námskeið hjá Vinnumálastofnun þann 2. mars næstkomandi um einelti á vinnustöðum.

Fundi slitið kl 18:10

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.