Fundargerð stjórnar nr. 10 2020-2021

Fundargerð 10. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2020 – 2021, haldinn miðvikudaginn 12. maí kl. 16:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Kaisu Hynninen (KH) varaformaður,  Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) ritari, Ásdís Guðmundsdóttir (ÁG) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, tekur sæti HÞA sem aðalmaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson.

Fundurinn var haldinn í Teams fjarfundarkerfinu.

1.     Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

2.     Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 9. fundar, sem búin er að vera aðgengileg á Teams svæði stjórnarinnar var samþykkt samhljóða.

3.     Lýst eftir öðrum málum.

Engin önnur mál boðuð.

SUH vakti athygli á því að þessi stjórn sem er á sínum seinasta fundi hefur aldrei náð að hittast.

4.     Skýrslur, bréf og erindi.

Í sameiginlegri skýrslu formanns og framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Aðalfundur Blindrafélagsins.
  • Ferðaþjónustan.
  • Blindravinnustofan.
  • Málefni starfsmannafélagsins.
  • Fyrirhugaðar framkvæmdir við Hamrahlíð 17.
  • Úttekt á Miðstöðinni.

Samþykktar voru eftirfarandi tillögur úr skýrslunni:
Stjórn samþykkir að veita starfsfólki Covid bónus. Upphæðin skal vera 100 þúsund krónur fyrir fullt starfsgildi og hlutfallslega minna fyrir lægri starfsgildi. Var framkvæmdastjóra falin frekari útfærsla.  

Stjórnin samþykkti að leggja starfsmannafélaginu 5000 króna til framlag á mánuði fyrir hvern starfsmann sem greiðir til starfsmannafélagsins.

5.     Aðalfundur Blindrafélagsins.

  • Aðalfundur Blindrafélagsins verður haldinn laugardaginn 15 maí og hefst kl. 13:00.
  • Ársreikningar lágu frammi á skrifstofu félagsins á svartletri og punktaletri föstudaginn 7. maí, undirritaðir af endurskoðendum, stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra, eins og lög félagsins mæla fyrir um.
  • Ársskýrsla félagsins var kominn inn á miðla félagsins mánudaginn 10. maí.
  • Félagslegir endurskoðendur fengu ársreikninginn til skoðunar mánudaginn 10. maí og gerðu ekki athugasemdir.
  • Skráning á aðalfundinn hófst föstudaginn 7 maí.
  • Rafrænar kosningar til stjórnar hófust mánudaginn 10. maí.

Starfsmenn fundarins verða:

Stjórn gerir tillögu um eftirtalda sem starfsmenn fundarins:

  • Jón Þór Víglundsson fundarstjóri.
  • Friðrik Steinn Friðriksson, umsjón með skráningu, rafrænni atkvæðagreiðslu og fundaritari.
  • Baldur Snær Sigurðsson fjarfundartæknifulltrúi.
  • Hlynur Þór Agnarsson fjarfundartæknifulltrúi.
  • Lára Kristín Lárusdóttir símaaðstoð.
  • Monika Elísabet Kjartansdóttir símaaðstoð.
  • Kristinn Halldór Einarsson yfirumsjón.

SUH gerir tillög um óbreytta 3ja manna kjörnefnd: Bessa Gíslason, Brynju Arthúrsdóttur og Sigtrygg Eyþórsson með Hörpu Völundardóttur til vara. Var tillagan samþykkt.

Stjórn ákvað að gera tillögu að hækkun félagsgjalds í 5000 krónur frá og með 01.01.2022.

Stjórn ákvað að leggja til við fundinn að laun stjórnarmanna yrðu 9000 krónur fyrir hvern fund.

 

6.     Hamrahlíð 17 – Viðhald og endurbætur á 5 hæð.

KHE: Varðandi viðhald og breytingar á 5. hæðinni þá er mikill vilji til þess að ráðast í breytingar sem fyrst. Það mun hafa í för með sér mun lægri kostnað en ef öll hæðin yrði öll tekin í gegn eins og verið hefur í umræðunni. ÞÞM er tilbúin til að láta mun viða minni framkvæmdir koma í staðinn fyrir að farið verði í framkvæmdirnar sem fyrst. Í framhaldinu þá verði óskað eftir því að leigusamningurinn verði endurnýjaður til 10 ára.

Kostnaðaráætlun framkvæmda sem farið er í á næstu tveimur árum: 12 – 14 milljónir króna. Helstu verkþættir: Niðurrif veggja ofl.

Áætlaður kostnaður við að taka alla hæðina í gegn 120 – 140 milljónir króna.

Það er mikilvægt að hafa í huga að á þessu ári er endurgreiddur kostnaður af vinnu iðnaðarmanna við atvinnuhúsnæði. Það er engin trygging fyrir því hvort að svo verði á næsta ári.

Stjórn samþykkti að fara í breytingar á 5 hæð á þeim forsendum sem að ÞÞM hefur óskað eftir. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 12 – 14 milljónir króna.

7.     Önnur mál.

Formaður þakkaði fyrir samstarfið á starfsárinu.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:10.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.