Fundargerð 1. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudaginn 28. maí 2024, kl 13:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll :
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
SUH og RMH
Inntaka nýrra félaga
SUH bar upp umsóknir 5 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Tilnefning í stjórn TMF
- Aðalfundur Blindravinnustofunna
- Verkaskipting stjórnar
- Undirbúningshópur fyrir UNK ráðstefnu 2025
- NSK fundur í september
- Öldrunarráð
- Siðareglur og viðbragsáætlanir
- CVI heimildarmynd
- Stefnuþing ÖBÍ 30 apríl – helstu niðurstöður
- Á döfinni og mikilvægar dagsetningar
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
- Framkvæmdir við 6 hæð
- Leigusamningur við Eignaumsýslu Ríkisins
- Augnlæknar Reykjavíkur
- Hljóðbókasafn Íslands
- Ferðaþjónustusamningur Reykjavíkurborgar
- Fjáraflanir
- Blindravinnustofan
- Starfsmannamál
- Tæknimál
- Leiðsöguhundaverkefnið
SUH lagði til að SDG og Marjakaisa Matthíasson myndu taka sæti í undirbúningsnefnd UNK ráðstefnu sem haldin verður 2025. Var það samþykkt.
Fjármögnun framkvæmda á 6 hæð.
Samþykkt var samhljóða að skuldbreyta 255 mkr fullnýttri lánalínu yfir í verðtryggt lán til 20 ára með 4,55% vöxtum. Jafnframt var samþykkt að leita eftir nýrri lánalínu hjá Landsbankanum til áframhaldandi framkvæmda upp á 250 mkr. Lánalínan er óverðtryggð með 11,55% breytilegum vöxtum.
Einnig var samþykkt að veita skilyrt veðleyfi með höfuðstól upp á 275 mkr.
Samþykkt af öllum aðal og vararstjórnarmönnum.
Verkaskipting stjórnar
SUH lagði til að verkskipting stjórnar yrði óbreytt og var það samþykkt samhljóða.
Rósa María Hjörvar varaformaður.
Sandra Dögg Guðmundsdóttir gjaldkeri.
Kaisu Kukka-maaria Hynninen ritari.
Unnur Þöll Benediktsdóttir meðstjórnandi.
Aðalfundur Blindravinnustofunnar.
Aðalfundur Blindravinnustofunnar er áætlaður þann 4. júní nk. Samþykkt var að formaður færi með atkvæði Blindrafélagsins á fundinum.
KHE gerði grein fyrir helstu stærðum í ársreikningi Blindravinnustofunnar.
Afkoma félagsins á árinu 2023 var um 12 mkr .
Siðareglur og viðbragðsáætlanir
Farið var yfir gildandi siðareglur og viðbragðsáætlanir. Niðurstaða umræðunnar var að fara í endurskoðun á þessum reglum og áætlunum. Það skildi gert í samhengi við stefnumótunarvinnu stjórnar.
Önnur mál
SUH greindi frá því að verkefnistillaga Blindrafélagsins, Börnin á betri stað, varð ekki fyrir valinu fyrir söfnunarátakið Rauða fjöðrin 2025 á landsþingi Lions í maí mánuði.
SUH hefur komið á framfæri þakklæti til Lions fyrir að fá tækifæri til að leggja fram verkefnistillögu og boðið Lions aðstoð Blindrafélagsins við næstu rauðu fjaðrar söfnun sem verður til styrktar Píeta samtökunum.
RMH sagði frá fundi sem hún sótti í utanríkisráðuneytinu þar sem fjallað var um þróunaraðstoð og þá möguleika sem að gætu verið fyrir þátttöku Blindrafélagsins í þróunarsamvinnuverkefni sem ísland er að vinna í Malaví og tengist blindu og sjónskertu fólki þar.
RMH spurðist fyrir um hvar hugmyndir um að setja í gang kór væru staddar.
Búið er að kanna þátttöku og var skrifstofu falið að vinna að því að koma á fót tilraunarverkefni um kórastarf í haust.
Fundi slitið kl: 15:20
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson