Fundargerð stjórnar nr. 3 2024-2025

Fundargerð 3. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudaginn 28. ágúst 2024, kl 15:00.   

Stjórn og framkvæmdastjóri: 

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)     
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)      
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)      
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,  (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)     
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)     

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri                                                                                        

Forföll : HSG

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.   

Lýst eftir öðrum málum. 

RMH

Inntaka nýrra félaga

Engar nýjar umsóknir

Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • 85 ára afmæli Blindrafélagsins
  • Samráðsfundur stjórnar og starfseiningar 6 september
  • S.V.Ó.T greining
  • Aðalfundur ÖBÍ Réttindasamtaka
  • NSK fundur
  • Á döfinni og mikilvægar dagsetningar

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um: 

  • 85 ára afmæli
  • Fjáraflanir og framkvæmdir

Hamrahlíð 17.

Kristmundur Eggertsson byggingarmeistari kom sem gestur á fundinn. Gerði ítarlega grein fyrir stöðu framkvæmda á 6 hæð, en hæðin er nánast tilbúin, Flutningar á hæðina hafa nú þegar hafist og reiknað er með að þeim ljúki um miðjan október. Jafnframt voru kynnt áform um endurbyggingu 5 hæðar. Viðræður hafa staðið yfir um hönnun hæðarinnar við Augnlækna Reykjavíkur. Reiknað er með að niðurrif hæðarinnar hefjist í lok október.
Kostnaðar áætlun vegna 6 hæðar verður lögð fyrir stjórn í september mánuði.

Samráðsfundur.

SUH kallaði eftir hugmyndum af viðfangsefnum til umfjöllunar á samráðsfundinum.

Niðurstaðan varð sú að fjalla um sjónlýsingar annars vegar og hins vegar tækifæri og ógnanir sem blindir og sjónskertir þurfa að glíma við í nýju stafrænu þjónustuumhverfi.

Önnur mál. 

RMH óskaði eftir því að sett yrði milli fyrirsagnir fyrir aðrar tilkynningar í fréttabréfið.

Fundi slitið kl: 16:40

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson