Fundargerð 2. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudaginn 14. ágúst 2024, kl 15:30.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll : UÞB, RMH,
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Inntaka nýrra félaga
SUH bar upp umsóknir 9 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
- Rekstraryfirlit
- Fjáraflanir
- Staða framkvæmda
- 85 ára afmæli
- Fræðslumynd um CVI
- Færnibúðir
- Fyrirtækjakönnun VR
- Tilkynning til Vesturmiðstöðvar
Hálfsárs uppgjör
Kristín Waage mætti sem gestur á fundinn, las upp megin niðurstöður hálfsárs uppgjörs. Helstu niðurstöður eru:
Rekstrartekjur: 169 mkr kr, áætlun gerði ráð fyrir 165 mkr.
Rekstrargjöld: 165 mkr., áætlun gerði ráð fyrir 154 mkr.
Rekstrarafkoma án afskrifa og fjármagnskostnaðar (EBIDTA) upp á 4 mkr.
Nánari útlistun af rekstraryfirlitinu má sjá í Teams möppu stjórnar bæði á pdf formi og Excel.
Starfsáætlun og viðburðir á næstunni
SUH lagði fram drög að starfsáætlun stjórnar fram að áramótum ásamt ýmsum viðburðum.
19. ágúst – 85 ára afmæli Blindrafélagsins
28. ágúst – Stjórnarfundur nr 3
2. – 3. september – NSK fundur í Svíþjóð
13. september – Samráðsfundur
18, 19 eða 20 september – frumsýning á CVI mynd og pallborð
25. september – stjórnarfundur nr 4
4-5. október – Aðalfundur ÖBÍ
10. október – Alþjóða sjónverndardagurinn
11-13. október – Færnibúðir (CampAbility)
15. október – Dagur Hvíta stafsins
16. október – Stjórnarfundur nr 5
31. október – Lions, fyrirlestur í tilefni alþjóða sjónverndardagsins
6. nóvember – Stjórnarfundur nr 6
15. nóvember – Félagsfundur
27. nóvember – Stjórnarfundur nr 7
12 desember – Stjórnarfundur nr 8.
Önnur mál.
Engin önnur mál
Fundi slitið kl: 16:30
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson