Fundargerð félagsfundar Blindrafélagsins 14. nóvember 2019

Félagsfundur Blindrafélagsins, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 að Hamrahlíð 17.

1. Fundarsetning

Formaður Blindrafélagsins Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson setti fundinn og bauð alla viðstadda velkomna á fundinn, einnig þá sem heima hlusta á hann. Hann sagði að árið hafi verið viðburðaríkt vegna 80 ára afmælis félagsins og þátttöku í menningarnóttina sem heppnaðist afar vel. Skv. teljaranum í ráðhúsi Reykjavíkur komu yfir 10.000 manns við í ráðhúsinu á meðan dagskrá félagsins stóð yfir.

2. Kynning viðstaddra

19 félagsmenn kynntu sig í upphafi fundar. Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn.

3. Kosning starfsmanna fundarins

Lagt var til að Helgi Hjörvar væri fundarstjóri og Marjakaisa Matthíasson fundarritari. Tillagan var samþykkt með lófaklappi.

4. Afgreiðsla fundargerðar seinasta félagsfundar

Fundargerð seinasta félagsfundar var hægt að lesa á heimasíðu Blindrafélagsins en einnig að hlusta á hana í vefvarpinu. Það voru ekki gerðar neinar athugasemdir við hana og var hún samþykkt samhljóma.

Fundargerðin var afgreidd fyrst eftir erindi Kolbeins Stefánssonar.

5. Erindi: Kolbeinn Stefánsson kynnir helstu niðurstöður úr skýrslu sem hann tók saman um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega

Skýrsla Kolbeins um fjöldaþróun öryrkja var gerð fyrir ÖBI. Kolbeinn segist hafa fylgst með umræðunni um ofurfjölgun öryrkja frá árinu 2005 eftir að Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur birti fyrstu skýrslu um málið. Staðreyndin er sú að örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað talsvert frá árinu 1995 en fjölgunin á árunum 1995 til 2000 átti ákveðnar kerfislegar skýringar. Það voru gerðar breytingar á almannatryggingakerfinu þannig að m.a. heimavinnandi fólk átti einfaldara að fá örorkulífeyri. Greiningartækni vegna geðraskana hefur einnig batnað. Kolbeinn leggur áherslu á að hér var ekki í rauninni um fjölgun öryrkja að ræða heldur fór kerfið að halda betur utan um þá sem þurftu a því að halda. Staðan i dag er allt önnur: fjölgunin hefur hægt eftir árinu 2005 og aftur eftir árinu 2017. Þegar vel árar dregur úr fjölguninni, þegar harðnar á dalinn, eykst fjölgunin aftur.

Hugmyndir um að fólk kjósi frekar örorkulífeyri en vinnu eru fjarstæðukenndar. Skv. tölum Hagstofunnar frá árinu 2018 er þriðjungur af öryrkjum á vinnumarkaði sem er meira en almennt í Evrópu. Konur virðast vera líklegri til a verða öryrkjar en karlar og eykst munurinn með aldri. Lífshlaup kvenna eykur hættu á að verða öryrki. Hjá konum 50 ára og eldri hefur fjölgunin verið 40% milli ára 2008 til 2018, hjá körlum er sama talan 21%.

Framtíðarspá um fjölgun öryrkja er í rauninni ekki spá heldur framreikningar sem byggja á mismunandi þáttum. Þeir breytast með tímanum og því ekki hægt að segja til um raunverulaga þróunina.

Opnað var fyrir fyrirspurnum. Guðrún Helga Skúladóttir furðaði sig á því hver stjórnar nefndum sem vinna við þessi mál. Þær eru á ábyrgð ráðuneytanna, sagði Kolbeinn.
Sigþór U. Hallfreðsson spurði hvernig hefur tekist að koma skýrslunni á framfæri hjá ráðamönnum. Kolbeinn sagðist hafa farið víða til að kynna skýrsluna en ekki hitt neinn ráðherra. Honum hefur þó verið boðið á tvo nefndarfundi í þinginu.

Gísli Helgason velti fyrir sér samanburð á starfsgetumati og örorkulífeyri. Kolbeinn benti á þá mótsagnarkenndu staðreynd að verið sé að refsa fólki fyrir að vinna en samt vill kerfið að fólk vinni. Örorkulífeyrisþegar þurfa í rauninni að fá tækifæri til að vinna en ekki þvinga þá til vinnu. Rósa María Hjörvar sem einnig hefur unnið við þessar spurningar gagnrýndi þekkingarleysi og áhugaleysi stjórnmálamanna.

Auk aðra nefndra tóku til máls Dagný Kristjánsdóttir og Guðmundur Rafn Bjarnason.

6. Erindi: Anna Björk Nikulásdóttir, framkvæmdastjóri SÍM, gerði grein fyrir starfi hópsins og hvaða afurðir muni koma út úr fyrsta áfanga

Anna Björk kynnti SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) og er Blindrafélagið aðili að því. SÍM er með áætlun fyrir íslenska máltækni sem hefur það að markmið að koma íslensku í tölvur og tæki þannig að hægt sé að tala við þær og hlusta á þær.

Fyrsta skýrslan um tungutækni kom út fyrir 20 árum og var þá þegar talað um nauðsyn þess að gera íslenskuna gjaldgengna í tölvum. Árið 2017 var gefin út nákvæm verkáætlun fyrir fimm ára. Þá þegar var ákveðið að sjálfseignastofnunin Almannarómur tæki að sér að halda utan um þessa vinnu. Á þeim tíma var SÍM hópurinn stofnaður og vinnan við áætlunina hófst í október 2019
Að SÍM standa þessar níu stofnanir: Háskoli Íslands, Háskóli Reykjavíkur, Stofnun Árna Magnússonar, RÚV, Kredit info, Blindrafélagið og þrjú sprotafyrirtæki Grammatek, Miðeind og Tiro.

Markmið áætlunnar er að þróa innviði til þess að fyrirtækin geta búið til máltæknihugbúnað. Vonast er til að til verði afurðir eins og sjálfvirkur lestur texta í sjónvarpi, samskiptaforrit í símum sem lesa upp það sem maður segir eða þýða beint á annað mál, ýmis kennsluforrit eða sjálfvirkar leitarvélar. Þessar afurðir verða opnar og ókeypis og vonast er til að sem flest fyrirtæki noti þau í sínum vörum.

Anna Björk sagði nánar um tvö verkefni: talgreining og talgerving. Markmið talgreiningar er að þeir sem hanna raddviðmót fyrir tæki geta bætt íslenskuna auðveldlega við. Umhverfið verður opið og aðgengilegt öllum. Nú þegar er til talgreining á vefnum tal.ru.is og er þar hægt að tala við tölvuna. Þetta er þegar notað á Alþingi og á heilbrigðissviði fyrir röntgenlækna. Einnig er verið að safna raddsýnum frá almenningi til þess að hægt sé að þjálfa tæki að skilja raddir.

Markmið talgervingarverkefnisins er að þróa margar mismunandi gerviraddir. Áætlunin er að taka upp átta raddir, fjórar nýjar karl- og fjórar kvennraddir. Tölvan býr til nýtt talhljóð svo að ekki er hægt að þekkja röddina. Þannig er t. d. hægt að þjálfa tölvuna með litlu gagnamagni að búa til rödd sem líkust rödd einstaklingsins sem er að missa röddina.

Opnað var fyrir spurningar. Til máls tóku Helgi Hjörvar, Sigþór U. Hallfreðsson, Rósa Ragnarsdóttir, Guðmundur Rafn Bjarnason og Marjakaisa Matthíasson. Spurt var m.a. um hvort þróun raddanna Karls og Dóru nýtist í þessari vinnu. Anna Björg sagði að þau fengu aðgang að þessum röddum og hafa þær nýst í undirbúningsstarfi. Hún lagði áherslu á að auk þessa að búa til nýja talgervla er markmiðið að byggja upp þekkingu á faginu þannig að hægt sé að þróa verkefnið áfram.

Anna Björk útskýrði einnig að hægt væri að gefa raddsýni á heimasíðu samrómur.is. Nú þegar hafa safnast 40.000 raddsýni en markmiðið er að ná að minnsta kosti 150.000 sýnum.

7. Önnur mál

Það voru engin önnur mál.

8. Fundarslit

Formaður félagsins, Sigþór U. Hallfreðsson, sleit fundinum kl. 18:45.