Nú í vikunni komu konur úr Rebekkustúkunni Þorgerði no 7, færandi hendi til Blindrafélagsins. Þær færðu Blindrafélaginu að gjöf afar vandað göngu og hlaupabretti sem komið var fyrir í félagsaðstöðu Blindrafélagsins. Öllum félagsmönnum, starfsfólki og íbúum Hamrahlíðar 17 stendur til boða að nýta sér brettið. Sigurlaug Haraldsdóttir afhenti brettið formlega og sagðist vona að brettið ætti eftir að vera mikið nota af félagsmönnum um leið og það yki möguleika þeirra til líkamsræktar. Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins færði stúkusystrum kærar þakkir fyrir rausnarlega gjöf og greindi frá því að mikill spenningur væri fyrir því að nota brettið meðal margra félagsmanna og brettið ætti örugglega eftir að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra sem að nýttu sér það.