Fréttir af stjórnarvettvangi

Þann 7. júní sl. hélt stjórn Blindrafélagsins sinn fyrsta fund eftir aðalfundinn þann 19. maí sl. Á fundinum skipti hún með sér verkum á eftirfarandi hátt:

Ágústa Gunnarsdóttir varaformaður, Kristinn H. Einarsson gjaldkeri, Kolbrún Sigurjónsdóttir ritari og Friðgeir Jóhannesson meðstjórnandi.

Í lok fundarins tilkynnti Friðgeir þá ákvörðun sína að hann segði sig úr stjórn félagsins og jafnframt úr öllum þeim nefndum sem hann ætti sæti í.  Þar sem Bergvin Oddsson var fyrsti varamaður þeirra sem kjörnir voru  á síðasta aðalfundi (hann fékk fleiri atkvæði en Inga Sæland) þá kom hann inn í aðalstjórn í  stað Friðgeirs. Bergvin Oddsson tók því við hlutverki meðstjórnanda.