Lagabreytingar samþykktar á aðalfundi Blindrafélagsins 19.05.2007

 

 

 

Eftirtaldar breytingar á lögum Blindrafélagsins voru samþykktar á aðalfundinum á laugardaginn:

 

a)    3. grein laganna – önnur málsgrein í leiðarljósi: Fella skal niður orðin „við hæfi“ í lok setningarinnar. Setningin verði þannig: „að stuðla að því að blindir og sjónskertir geti aflað sér menntunar og hafi atvinnu.“

b)    2. Kafli – Heiti kaflans verði „Félagsaðild“.

c)    6. grein  – Fyrsta málsgrein falli niður en í stað komi eftirfarandi málsgrein: „Almennan félagsfund skal stjórn boða með minnst viku fyrirvara með dagskrá á miðlum félagsins eða á annan opinberan hátt“.

d)    7. grein – Fyrsta málsgrein falli niður en í stað komi eftirfarandi málsgrein: „Atkvæðisrétt á fundum félagsins hafi allir félagsmenn skv. 4. gr. laganna.“

e)    9. grein, c. liður – Liðurinn falli niður í núverandi mynd en í stað komi eftirfarandi: „Ákveðið árgjald félagsmanna fyrir næsta almanaksár, svo og tillag ævifélaga.“

f)     9. grein, h. liður – Liðurinn falli niður.

g)    - i. liður verði h. liður

h)   - j. liður verði i. liður

i)     - Nýr j. liður verður eftirfarandi – „Aðalfundur ákveði laun stjórnarmanna.“

j)     10. grein, 3. málsgrein – Fyrsta orð greinarinnar, orðið „Aðalfélagar“ falli í burt og í stað komi orðið „Félagsmenn“

k)    17. Grein, síðari setning. Orðið „snældum“ falli út en í staðinn komi orðið „hljóðformi“. Setningin verði því þannig: „Skulu reikningar síðan liggja frammi á skrifstofu félagsins, með venjulegu letri, blindraletri og á hljóðformi eigi síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.“