Samþykkt á aðalfundi 2007

Eftirfarandi tillaga var samþykkt á aðalfundinum á laugardaginn:

Reykjavík, 19. maí 2007

Tillaga til aðalfundar

 Halldór Sævar heldur tölu

Aðalfundur Blindrafélagsins, haldinn 19. maí 2007, beinir þeim tilmælum til stjórnar Blindrafélagsins að vinna að því að næsti aðalfundur félagsins verði haldinn úti á landsbyggðinni og standi yfir helgi. Jafnframt felur aðalfundur stjórninni að skoða breytt fyrirkomulag á framkvæmd aðalfundar þar sem sérstök áhersla er lögð á stefnumótandi vinnu og fræðslu. Þetta form ætti að gefa svigrúm til að flétta saman skemmtidagskrá og gera aðalfundinn hátíðlegri.

 

Halldór Sævar Guðbergsson.