Blindrafélaginu hefur borist höfðingleg gjöf frá Hauki Sveinbjarnarsyni bónda á Snorrastöðum í Kolbeinstaðahreppi.
Haukur átti 75 ára afmæli nú fyrir skömmu. Hann afþakkaði gjafir í því tilefni en óskaði eftir því að Blindrafélagið nyti góðs af velvilja fólks í hans garð. Nú hefur Haukur afhent Blindrafélaginu níutíuþúsund krónur. Hann gefur þetta fé til minningar um ömmu sína Kristínu Benjamínsdóttur frá Snorrastöðum en hún var fædd 12. Ágúst árið 1862 og lést 4. September 1958.
Blindrafélagið þakkar Hauki þessa veglegu gjöf.