Félagsfundur um gildi Blindrafélagsins fimmtudaginn 11 nóvember

Fimmtudaginnn 11 nóvember kl 17:00  verður Blindrafélagið með félagsfund. Umfjöllunarefni félagsfundarins verður gildi Blindrafélagsins.  Ólafur Páll Jónsson heimspekingur mun fjalla um gildi almennt, gildi Blindrafélagsins og hvernig þeu geta birst í starfi félagsins útá við og starfi félagsmanna innávið. Á sama tíma verða afhjúpuð veggspjöld með gildum Blindrafélagsins.

Í stefnumótun Blindrafélagsins frá seinasta ári skilgreinir Blindrafélagið sig sem sem mannréttindasamtök með eftirfarandi  gildi:

Gildi Blindrafélagsins eru sótt í meginreglur Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Meðal mikilvægustu gildanna í Sáttmálanum eru:

Jafnrétti:          Eykur þátttöku og færir með sér gæfu.

Sjálfstæði:      Stuðlar að virkni og ábyrgð.

Réttsýni:         Elur af sér virðingu og viðurkenningu.

Umburðarlindi: Stuðlar að fjölbreytileika og víðsýni.

Á þjóðfundinum sem haldinn var laugardaginn 7 nóvember voru eftirtalin gildi oftast nefnd:

Jafnrétti - Mannréttindi - Réttlæti - Lýðræði -  Heiðarleiki - Virðing - Frelsi - Ábyrgð